Ég hef ekki fundið mér tíma til að lesa skýrslu Alþjóðastofnunar H.Í, ennþá, en hef gluggað í hana og séð nokkuð af umfjöllun og fréttum um hana.
Það verður varla um það deilt að það rýrir gildi skýrslunar verulega að oft er eingöngu vitnað til ónafngreindra heimildarmanna. Það er fullgilt í fréttum og fréttaskýringum, en er ekki nóg til að draga af stórar ályktanir eða ákvarðanir.
Það þekkja enda flestir sem hafa lesið slíkar fréttir og fréttaskýringar að þæ eiga það óþægilega oft til að reynast rangar. Það þekkist líka að slíkar ónafngreindar skoðanir eru settar fram til að hafa áhrif á atburðarás.
Þó ekki sé hægt að fullyrða neitt, gæti það hugsast að einhverjir af þeim sem nú tjá sig undir nafnleynd, séu þeir sömu og fullyrtu við Íslenska ráðamenn að hægt væri að klára aðlögunarviðræður við Íslendinga á u.þ.b. 18 mánuðum.
Það vita allir hvernig það fór.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 9.4.2014 kl. 04:18 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.