Þar sem bara má hallmæla Íslandi og krónunni

Þeir eru margir sem trúa því að ekkert geti gagnast Íslandi betur en að ganga í "Sambandið" og taka upp euro.

Á "tyllidögum" og á útisamkomum kalla þeir gjarna eftir "opnum og upplýstum" umræðum.

En þegar á reynir, eru "opnu og upplýstu" umræðurnar aðeins það sem lofsyngur "Sambandið" go euroið.

Þannig þótti mér t.d. þessi pistill eftir Guðbjörn Guðbjörnsson, vera full einhliða í fyrirlitningu sinni á krónunni og ákvað að setja inn eftirfarandi athugasemd:

 Tomas Gunnarsson

6.4 2014 @ 12:29 ...bíður samþykktar 

Frá 1990 til 2000 seig Þýska markið stórkostlega t.d. gagnvar US dollar, hvernig hefði það öðruvísi átt að vera?

 

Í apríl 1990 var Þýska markið u.þ.b. 70 cent, en 2000 var það komið undir 50.

 

Sjá t.d. hér: http://www.exchangerate.com/currency-charts/DEM/USD/from/April-06-1990/to/April-07-2000

 

Þó hélt því engin fram að Þýska markið væri ónýt mynt, enda hefði það ekki verið rétt.

 

Nú má segja að Þýskaland „sígengisfelli“ mynt sína með því að tengja hana við Grikkland, Ítalíu, Portugal og fleiri ríki.

 

Með þeim tekst þeim m.a. að „flytja“ atvinnuleysi sitt út og styrkja samkeppnisstöðu Þýsks iðnaðar og framleiðslu.

 

En það hefur margt gott verið gert í Þýskalandi á undanförnum áratugum og þeir tóku vel til hendinni í kerfinu hjá sér, með Harz og öðrum umbótum.

 

En hver skyldi svo kaupmáttaraukningin hafa verið í Þýskalandi undanfarin ár?

 

Frá 1990 hafa laun nokkurn vegin staðið í stað, en t.d. á milli 2004 og 2008 lækkuðu raunlaun í Þýskalandi. Nokkuð sem var nokkurn vegin einsdæmi í heiminum á þeim almennu þennslutímum.

 

sjá t.d. hér: http://www.diw.de/documents/publikationen/73/diw_01.c.342371.de/diw_wr_2009-28.pdf

Auðvitað bíður slík athugasemd samþykktar, þó að aðrar hafi birst síðar.

Þannig vill hún oft verða "opna og upplýsta" umræðan sem "Sambandssinnarnir" þykjast kalla eftir. Í raun má oft aðeins hallmæla Íslandi og krónunni. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband