22.5.2006 | 19:34
Að tapa 2. borgarfulltrúum á 24. tímum
Ég er einn af þeim sem fylgist með kosningabaráttunni úr fjarlægð. Því er erfitt að finna stemninguna, ég hef nú ekki einu sinni kosningarétt (hélt það fyrst, en svo rann það upp fyrir mér að svo væri auðvitað ekki), en ég reyni að fylgjast með, í gegnum vefinn og svo vini og kunningja. Persónulega hef ég fengið það á tilfinninguna að baráttan væri frekar bragðdauf (kem ef til vill inn á það hér á bloginu á næstunni) og ekki mikið til að festa hendur á. Þá verða skoðanakannanir oft fyrirferðarmeiri í umræðunni en ella og þær eru skeggræddar fram og aftur, sérstaklega ef þær sýna breytt pólítískt landslag.
Skoðanakönnun dagsins frá Gallup, sýnir verulega breytt landslag frá því í gær. Jafnvel svo breytt að erfitt er að trúa að breytingarnar geti verið svona miklar á aðeins einum sólarhring. Samfylkingin tapar 2. borgarfulltrúum frá könnuninni í gær, Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig einum, sömuleiðis Vinstri grænir.
Það er að vísu rétt að taka fram, að samanborið við mína eigin útreikinga á könnunni frá í gær (sjá neðar hér á blogginu) eru breytingarnar ekki svo miklar, þá heldur Sjálfstæðisflokkurinn sínum 8, en 1. borgarfulltrúi flyst frá Samfylkingu til Vinstri grænna.
En þessi síðasta könnun gefur Samfylkingunni u.þ.b. 5% minna fylgi, Frjálslyndir tapa einnig nokkru, Vinstri grænir bæta verulega við sig (ca 4%), Sjálfstæðisflokkurinn sígur á, og meira að segja Framsóknarflokkurinn bætir sig, þó honum vanti enn nokkuð til að ná inn manni.
5% fylgistap svona stuttu fyrir kosningar hlýtur að vekja ugg hjá Samfylkingunni, jafnvel þó að einungis sé um eina könnun að ræða. Svona könnun hlýtur sömuleiðis að gefa byr í seglin hjá VG og Sjálfstæðisflokknum, gefur líka Framsóknarflokknum von, þó að hún sé ekki mjög stór.
Þetta setur aukna spennu, alla vega hvað mig varðar, í komandi kosningar og ég bíð spenntur eftir því að sjá næstu kannanir. Verður um frekari sveiflur að ræða, og þá í hvaða átt? Þessi könnun rennir stoðum undir það að Sjálfstæðisflokkurinn geti náð meirihluta í Reykjavík, ef hann heldur "mómentinu".
Nú eru ekki nema 5 dagar til kosninga ...
Fylgi Sjálfstæðisflokks og VG eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.