9.3.2014 | 11:44
Spurningarnar sem vantaði á Sprengisand
Ég ákvað að hlusta á Sprengisand og heyra viðtal við Má Guðmundsson seðlabankastjóra. Már stóð sig að mestu leyti vel í viðtalinu og kom sjónarhorni sínu sem fórnarlamb vel til skila.
Það eru sem ég hefði viljað heyra svarað í þættinum, en kom ekki fram var:
Ef aðalmarkmiðið með málsókninni, sem virðist hafa verið unnin í "samvinnu" Seðlabanka og seðlabankastjóra, var að fá úr því skorið hver réttur Seðlabankans væri til að taka sjálfstæðar ákvarðanir í launamálum og búið var að ganga frá því fyrirfram að bankinn myndi greiða málskostnað Más, hvers vegna var þá gerð krafa af hálfu Seðlabankans, um að Már greiddi allan málskostnað?
Var það gert í blekkingarskyni? Til að "hylja slóðina"?
Það hefði einnig verið fróðlegt að heyra hvernig staðið var að því að endurgreiða Má málskostnaðinn. Var málskostnaðurinn endurgreiddur sem "endurgreiddur útlagður kostnaður"? Eða sem partur af "risnu"? Eða fékk Már "styrk til málaferla"?
Var greidd staðgreiðsla af greiðslunni?
P.S. Persónulega tel ég Má eiga laun sín skilin, og líklega væri sanngjarnt að þau væru hærri. En það er ekki aðalatriðið, heldur hvernig virðist að málinu staðið. Lágmark hefði verið að málið hefði verið tekið fyrir formlega í stjórn Seðlabankans, og samþykkt þar (eða synjað).
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:15 | Facebook
Athugasemdir
Það hlýtur að vera hlutverk ríkisendurskoðunar og skattayfirvalda að skoða þetta.Það er augljóslega rétt ábending hjá þér að það þarf að svara því hvort um peningalega gjöf var að ræða.Til dæmis því á hvern var reikningurinn stílaður vegna lögfræðikostnaðarins.Var hann stílaður á Már eða Seðlabankann.Ef reikningurinn var stílaður á Már, gaf hann þá peningagjöfina upp til skatts.Og varla getur það verið hlutverk formanns bankaráðs Seðlabankans að gefa gjaldkera bankans fyrirmæli um að greiða reikninga fólks.Þarf ekki ríkissaksóknari að skoða þetta mál.
Sigurgeir Jónsson, 9.3.2014 kl. 20:30
Sammála því að Már komst nokkuð vel frá þessu, sama verður ekki sagt um kratana sem stóðu að ráðningu hans. Þar virðist hvert kluðrið hafa rekið annað og kosningaloforðið um launalaækkun toppanna hafa runnið út í sandinn. Eins sú árátta að breyta breytinganna vegna, sem endaði með að laun Más voru endurákveðin af nýjum aðilum.
Ég hef sárar áhyggjur af því fyrir hönd þeirra sem kusu Samfylkingu að þeir hafi semsagt kosið hana út á svikið loforð um jöfnun launa, spurning hvort maður verði ekki að fara i mótmælagöngu til að hnykkja á þessar i samúð ;-)
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 9.3.2014 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.