Þessi spurning er ein af þeim sem ekki er til neitt eitt svar við. Fjöldi siðferðislegra spurninga og álitamála vakna, og rökræða má málið endalaust - án þess að komast að niðurstöðu.
Það er auvelt að segja að ekki ætti að vera flóknara fyrir Krím hérað að yfirgefa Ukraínu, heldur en það var fyrir Ukraínu að yfirgefa Rússland/Sovétríkin.
Sjálfsákvörðunarréttur þjóða ætti að ráða för og eðlilegt er að greitt sé um það atkvæði hvaða landi íbúar Krím héraðs vilja tilheyra, nú eða hvort þeir vilja vera sjálfstæðir.
Það er vissulega fullgilt sjónarmið.
Sé haft í huga að Krím hérað var "gefið" Ukraínu á sjötta áratug síðustu aldar og hafði áður tilheyrt Rússlandi, þá styrkist það sjónarmið.
En þá verður að gera þá kröfu að kosningar séu haldnar undir alþjóðlegu eftirliti, og tími sé gefinn fyrir íbúana að vega og meta kosti og galla, rökræða hlutina og gera upp hug sinn. Rétti tímin fyrir slíka kosningu, eða aðstæður, er ekki nú þegar landið er á barmi borgarastyrjaldar og rússneskir hermenn hafa hernumið Krím hérað, eða því sem næst.
En svo verður einnig að koma þeirri staðreynd, hvernig stór hluti íbúa Krím héraðs kom þangað.
Er það rökrétt að íbúar Krím héraðs, Rússar að uppruna, sem komu þangað eftir að þeir sem bjuggu þar höfðu verið fluttir nauðugir á brott, ráði því hvaða landi héraðið tilheyrir?
Meðferðin á Krím Töturum af hálfu Sovétsins var skelfileg. Þeir voru sveltir, drepnir og fluttir á brott í gripavögnum. Sjá hér og hér.
Áfangastaðir flestra þeirra voru Uzbekistan og Síbería.
Lítill hluti þeirra náði að snúa aftur og eru þeir nú taldir u.þ.b. 250.000, eða á bilinu 12 til 13% af íbúum Krím héraðs og flestir þeirra taldir vilja tilheyra Ukrainu, vegna rótgróins haturs þeirra á Rússum.
Telur þeirra skoðun þá ekki neitt, vegna þess aðgerðir Sovétsins/Rússa sem ganga þjóðarmorði næst, hefur gert þá að minnihlutahóp í eigin landi.
Voðaverkin og "rússlandseringin" hafa þá tryggt Rússum Krím hérað til framtíðar.
Það eru engin ákveðin svör við þessum spurningum, sjálfsagt eru skoðanir enda misjafnar og margar fleir til.
Líklegast skipta þær þegar upp er staðið littlu máli.
Rússland tekur yfir Krím, það verða litlir eftirmálar.
Evrópuríki malda í móinn, Bandaríkin hrista hnefann. En það mun engu breyta.
Gasið heldur áfram að streyma frá Rússlandi um Ukraínu og Eystrasalt til Evrópu. Frakkar selja Rússum herskip og kortasölumenn upplifa skammvinna söluaukningu og eftir fáein ár muna fæstir eftir því að Krím hafi ekki alltaf verið hluti af Rússlandi.
Nema Tatararnir.
Pútín ræddi tillögu þings Krímskaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 21:55 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.