6.3.2014 | 19:02
Ungt fólk vill búa í miðborgum, en ....
Það eru engar fréttir að ungt fólk vilji búa í miðborgum. Ungt fólk vill gjarna búa á Manhattan, það vill búa í miðborg London, því þykir fínt að búa nálægt Sigurboganum og fúlsar ekki á móti því að búa í nágrenni Leidseplein eða Rembrandtsplein.
Ungt fólk sækir í miðborgir, þar sem stutt er í kaffiús, skemmtistaði o.s.frv. Dýrar leigubílaferðir, eða langar ferðir í almenningssamgöngum þykja þeim ekki æskilegar.
En reyndin vill oft verða önnur.
Þó að "draumatilveran", sé miðborgarlíf ala "Friends" og "Sex and the City", er raunveruleikinn oft harður húsbóndi.
Íbúðir í miðborgum eru yfirleitt alltof dýrar fyrir ungt fólk.
Þó að erfitt sé að spá um framtíðina í Reykjavík, bendir flest til þess að svo verði einnig þar. Lóða og íbúðaverð er með þeim hætti í Reykjavík nú að ungt fólk á erfitt með að festa kaup á íbúðum þar, eða leigja.
Flest bendir til að svo verði áfram.
Ungt fólk vill búa í miðborginni en skortur á leiguíbúðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvernig væri nú, ... og hvernig kæmi það út, ef allar auðar íbúðir á landinu, yrðu teknar eignarnámi, ... og leigðar út, á eðlilegu verði ?
Tryggvi Helgason, 7.3.2014 kl. 00:32
Líklegt er að ákvörðun "eðlilegs verðs" myndi verða umdeild.
Stór partur af vandamálinu er húsnæðiverð. Hvað er t.d. "eðlileg leiga" fyrir íbúð sem kostar 25. milljónir?
Eignarnám myndi að ég tel engan vanda leysa, greitt yrði markaðsverð fyrir íbúðirnar og það yrði að ná inn fyrir því.
Hluti vandans í Reykjavík, er einnig að margar íbúðir (sérstaklega miðsvæðis) eru svo í skemmri tíma leigu til ferðamanna.
Þannig minnkar framboðið á almenna markaðnum, en eftirspurnin hefur sjaldan verið meiri.
Það þýðir svo aftur að hægt er að gera kröfu um hærri leigu.
G. Tómas Gunnarsson, 7.3.2014 kl. 05:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.