5.3.2014 | 05:57
Ríflega ársgamlar "saltaðar" aðlögunarviðræður. Tímabært að slíta með formlegum hætti
Það er ríflega ár síðan ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna ákvað að setja aðlögunarviðræður Íslendinga og Evrópusambandsins í "salt".
Hvers vegna skyldi sú ákvörðun hafa verið tekin?
Það er reyndar rétt að hafa í huga, að sú ákvörðun var tekin án alls "samráðs við þjóðina", rétt eins og ákörðunin að sækja um. En "saltpækilsákvörðunin" var ekki einu sinni borin undir Alþingi. Þá ákvörðun tók "norræna velferðarstjórnin" ein.
Það sem gerst hefur í millitíðinni, er að haldnar voru kosningar. Fyrrverandi ríkisstjórnarflokkar settu Evrópumet í fylgistapi (aldrei svo að hún næði ekki einhverjum árangri á Evrópuvísu) og viðtók ný ríkisstjórn og Alþingi þar sem meirihluti er andsnúinn inngöngu í "Sambandið". Reyndar hefur líklega alltaf verið meirihluti gegn inngöngu Íslands á Alþingi.
Síðan hefur það einnig gerst að "Sambandið" skar á IPA styrki til Íslands, á þeim forsendum að þeir væru aðeins ætlaðir löndum í aðlögunarferli. Styrkirnir ætlaðir til að hjálpa umsóknarríki að aðlaga sig að regluverki "Sambandsins".
Í því felst, í það minnsta afar sterk vísbending, um að "Sambandið" lítur svo á að Ísland sé ekki í aðlögunarferli, og geti því ekki talist umsóknarríki, alla vegna ekki í fullum skilningi þess orðs.
Það liggur því nokkuð í augum úti eins og segir í dægurlagatextanum, að hvorki "Sambandið" né Íslensk stjórnvöld hafa áhuga á því aðumsóknin sé í "saltpækilstunnu" um óskilgreinda framtíð.
Það er því best að höggva á hnútinn og slíta aðlögunarferlinu.
Síðar, ef Íslendingar hafa áhuga á því að ganga í "Sambandið", sterkur meirihluti er fyrir því á Alþingi og í ríkisstjórn og vísbendingar eru uppi um að þjóðin virkilega vilji þangað inn, er kominn tími til að sækja um.
Þá verður að undirbúa þá umsókn mikið betur, en þá sem nú er meiningin að slíta.
Þá er næsta víst að "Sambandið" mun taka vel á móti Íslendingu og allir geti lifað sáttir og labbað með kettinum út í mýrina og fylgt stýri hans til Brussel.
En þangað til er affarasælast að segja skilið við þessi mistök Samfylkingarinnar og láta þau síga hægt og rólega í djúp gleymskunnar, eftir að umsóknin hefur formlega verið afturkölluð á Alþingi.
Evrópusambandið vildi skýr svör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 06:04 | Facebook
Athugasemdir
Það sem aldrei var bundið með lögum þarf ekki að rjúfa með lögum.
Kannski er best að fara með ákvörðunina um umsókn fyrir dómstola því það var stofnað til þeirra með blekkingum. Bjarmalandsförin var seld með öeim formerkjum að um könnunarviðræður án nokkurra skuldbindinga og aðlögunnar væri að ræða. Þessvegna þótti nog að bera upp þingsalyktun um efnið en ekki setja ákvörðunina í lög. Nú hefur hið sanna komið fram og því ekkert til fyrirstöðu að leggja gjörninginn fyrir dómsvaldið.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2014 kl. 06:41
Ég legg til að það sem menn hafa reynt að festa í hugskoti manna sem IPA styrkir verði kallaðarir sínu nafni á íslensku, eða aðlögunarstyrkir (instrument for pre-accession assistance)
Þessir styrkir taka raunar af allan vafa um að hér var bullandi aðlögun í gangi. Nokkuð sem menn þrættu blákalt fyrir en ekki nema allramestu nöttkeisin gera enn.
Bara það eitt er nægilegt til þess að málið er dómtækt.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2014 kl. 06:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.