3.3.2014 | 15:46
Áberandi vandræði Samfylkingar
Ég hef nú ekki fylgst af kostgæfni með skoðanakönnunum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, en þær sem ég ef séð eiga það flestar sameiginlegt að þær sýna gríðalega slæma stöðu Samfylkingar.
Ef ég man rétt er það aðeins í Reykjavík sem staðan getur talist ásættanleg fyrir flokkinn.
Á Akureyri, Í Kópavogi og nú í Hafnarfirði, alls staðar á Samfylkingin í vök að verjast. Björt framtíð virðist vera að taka við forystunni á vinstri vængnum.
Staðan virðist reyndar vera verulega skelfileg í Kraganum, kjördæmi bæði formanns og varaformanns Samfylkingarinnar. Jafnvel í Hafnarfirði, því gamla höfuðvígi Krata, virðist Samfylking verða að "hornkerlingu" því sem næst, ef marka má skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar.
Vissulega er 20% ekki lítið fylgi, en sé litið til sögunnar yrðu það skelfileg úrslit fyrir Samfylkinguna í Hafnarfirði.
Annað sem vekur athygli í könnunum, er nokkuð sterk staða Sjálfstæðisflokks mjög víða, þó að hann mælist þar jafnvel stærsti flokkurinn.
Endurspeglar ef til vill þann mun sem virðist vera á milli borgarinnar og annara svæða, þar með talið þéttbýliskjarna á Íslandi.
Myndi kolfalla í Hafnarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Sveitarstjórnarkosningar | Breytt s.d. kl. 15:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.