Það var þá, en nú gildir....

Þegar þingsályktunartillaga um að Ísland skyldi sækja um aðild að Evrópusambandinu var lögð fram árið 2009 sýndi skoðanakönnun að tæp 70%  Íslendinga vildu að sú ákvörðun yrði tekin íþjóðaratkvæðagreiðslu.

Nú er lögð fram þingsályktun um að draga þá umsókn sem byggð er á fyrri þingsályktunartillögunni til baka og skoðanakannanir sýna að u.þ.b. 80% Íslendinga vilja að sú ákvörðun verði tekin í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Nú fara flestir fjölmiðlar hamförum yfir þeirri ósvinnu að ekki eigi að halda þjóðaratkvæðagreiðslu, en þá þögðu flestir.

En hvað veldur og hver er munurinn?

Fyrir kosningar 2009 hafði VG og ýmsir forystumenn þar fullyrt að ekki yrði sótt um "Samandsaðild" á þeirra "vakt".  Eitt það fyrsta sem ríkisstjórn með þeirra þátttöku gerði var að sækja um aðild.

Fyrir síðustu kosningar höfðu ýmsir forystumenn Sjálfstæðifsflokks og jafnvel einhverjir í Framsóknarflokknum orð því í viðtölum að best væri að útkljá málið í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Nú vilja þeir draga umsóknina til baka.

Engin verulegur fjölmiðlahasar varð yfir ákvörðun VG.  Nú halda flestir fjölmiðlar ekki vatni.

Getur það verið að Íslenskir fjölmiðlar séu upp til hópa ekki hlutlausir í þessu máli?

Fyrir kosningar 2009 fullyrtu margir frambjóðendur Samfylkingarinnar að Ísland myndu fá hraðferð inn í "Sambandið".  Aðildarferlið tæki u.þ.b. 18 til 20 mánuði.

Aðrir töluðu í þá veru að eftir 2 til 3 ár frá umsókn, gætu Íslendingar tekið upp euro.

Hefur einhver fjölmiðill spurt þá stjórnmálamenn hvert sannleiksgildi þeirra fullyrðinga hefur reynst?

Það er gömul saga og ný að stjórnmál er list hins mögulega, og já hið ómögulega spilar þar einnig rullu.

En það er jafn gömul saga að fjölmiðlar eru ekki hlutlausir. 

Það væri verðugt verkefni að framkvæma skoðanakönnun á meðal fjölmiðlamanna, um hve margir þeirra eru fylgjandi inngöngu Íslands í "Sambandið" og bera það saman við skoðanakannanir á meðal þjóðarinnar.  

Jafn fróðleg gæti skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokka á meðal fjölmiðlamanna verið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sannarlega rétt og satt hjá þér, af hverju þessi umbreyting og ný hugsun um hvað lýðræði er. Þjónar það bara sumum en ekki öllum? Aldrei hefur betur komið í ljós en einmitt núna hversu fjölmiðlar eru vita gagnslaust fjórðavald fyrir almenningi í landinu, það er eiginlega hrollvekjandi.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2014 kl. 19:22

2 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Þetta er samsæri, þið hljótið að vita það. Allir íslenskir fjölmiðlar fá greitt frá ESB fyrir að halda uppi áróðri og villandi fréttaflutningi.

Kristján G. Arngrímsson, 2.3.2014 kl. 22:03

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

En kannski má líka bæta við að þeir sem hafa hæst gagnrýnt Bjarna Ben. fyrir að svíkja gefin loforð eru menn í hans eigin flokki, t.d. Þorsteinn Pálsson. Það er óneitanlega fréttnæmt.

Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Gísli Marteinn, grillaði SDG eftirminnilega og gerði hann að athlægi hjá öðrum en hörðustu stuðningsmönnum hans.

Kristján G. Arngrímsson, 2.3.2014 kl. 22:06

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Persónulega lít ég ekki á það sem samsæri. En það þarf heldur ekki að vera tilviljun.

En það er gömul saga og ný að skoðanir fjölmiðlamanna litar gjarna umfjöllunina.

Fyrst þú minnist svo á greiðslur, þá væri það vissulega fróðlegt að vita hvað margir Íslenskir fjölmiðlamenn hafa farið í utanlandsferðir á vegum "Sambandsins". Skyldu þeir sem hafa farið hafa fengið dagpeninga greidda í reiðufé, "í umslagi" eins og oft ku tíðkast í "Brussel"?

Þegar krafan er um gagnsæi og að allt "sé uppi á borðum", hlýtur að vera rík ástæða fyrir fjölmiðla að geta um slíkt "tengsl".

Eða er það ekki?

G. Tómas Gunnarsson, 3.3.2014 kl. 08:27

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Hvað varðar Þorstein Pálsson, þá er hann hin mætasti maður, en hann var í samninganefndinni í aðlögunarviðræðunum, þannig það er ekki hægt að segja að afstaða hans komi á óvart.

G. Tómas Gunnarsson, 3.3.2014 kl. 08:28

6 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Þú horfir þægilega framhjá Mogganum og mbl.is í þessu samhengi. Bendi á að mbl er mest notaði fjölmiðill á Íslandi og sá sem þjóðin treystir einna best, fyrir utan RUV. Með svipuðum rökum og þú gefur þér má ætla að Morgunblaðið og mbl.is beit sér gegn  ESB, er það ekki? Ég meina, starfsmenn þessara miðla fá jú greitt úr sjóðum kvótakóngs sem er andstæðingur ESB og æðsti yfirmaður þeirra er sjálfur Voldemort.

Kristján G. Arngrímsson, 3.3.2014 kl. 08:34

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég horfi ekki fram hjá Mogganum. Ég tel hann ekki hlutlausan miðil. Ekki frekar en hina.

En hann er á móti RUV, Vísi, DV, Stöð 2, Eyjunni, o.s.frv.

En starfsmenn Moggans fá ekki greitt úr sjóðum kvótakóngs (alla vegna ekki lengur), Árvakur skilaði hagnaði á síðasta ári, í fyrsta skipti í áratug eða svo ef ég man rétt.

Þrátt fyrir allar hrakspár og bölbænir sem hafa dunið á Mogganum undanfarið, er hann að sækja í sig veðrið. Rekstrarlega það er að segja. Efnislega er auðvitað meira huglægt og hægt að líta á það frá mörgum sjónarhornum.

G. Tómas Gunnarsson, 3.3.2014 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband