Skítug barátta í Frakklandi

Frönsk stjórnmál hafa ekki endilega þótt þau "hreinlegustu", þó að Frakkar geti verið merkilega umburðarlyndir gagnvart frambjóðendum á ýmsum sviðum.

Eins og fram kemur í frétt mbl.is sem tengd er þessari færslu, hafa nú komið fram nokkuð alvarlegar ásakanir gegn Sarkozy varðandi húsakaup hans.

Það er ekki langt síðan komu fram ásakanir gegn Royal um að hún hefði vanmetið "villu" sína við Miðjarðarhafið, þegar hún taldi fram til skatts.

Blaðið Le Canard, sem frétt mbl.is er byggð á, hefur jafnframt tilkynnt að blaðamenn þess vinni að grein um húsnæðismál Royal, sem eigi að birtast í næstu viku.

Það er því líklegt að þetta sé langt í frá það síðasta sem við heyrum og lesum í þessum dúr.

Húsnæðismál hafa reyndar spilað þó nokkra rullu gegnum tíðina í Frönskum stjórnmálum, og má lesa aðeins frekar um það í þessari frétt The Times.

 


mbl.is Húsnæðismál Sarkozy í sviðsljósinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband