Laukrétt, það er um að gera að æfa

Ég held að það sé einmitt lykilatriði, að æfa gráa flykkið eins mikið og mögulegt er.

Allra handa æfingar koma sér vel, þrautir, krossgátur, ný tungumál.  Því meiri sem vangavelturnar eru, því fleiri hugsanir sem þjóta um kollinn, því betra.

Eitt af því sem gera má til að halda sér í þjálfun er svo að blogga, alls ekki það sísta til verksins.  Ein meginástæða þess að ég ákvað að reyna að skrifa eitthvað hér á hverjum degi, er einmitt sú, að ég taldi mig þurfa vettvang, þar sem ég notaði Íslensku á hverjum degi.  Að ég hefði gott af því að hugsa og skrifa á Íslensku, að halda huganum við, þjálfa hugann, fylgjast með helstu málum "heima" og þar fram eftir götunum.

Það borgar sig ekki að láta heilann safna "spiki", af tvennu illu er betra að vera með smá "kúlu" framan á sér. 

 


mbl.is Mikilvægir hlutar heilabúsins halda áfram að bæta við sig fram eftir aldri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Dæmigert fyrir forræðishyggjuna: fá aðra til að gera hlutina...en gera þá ekki sjálfir.

Eyþór Laxdal Arnalds, 24.2.2007 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband