8.8.2013 | 18:29
Sumarið í svart hvítu
Hér eru nokkrar af þeim myndum sem ég hef gert svart hvítar af þeim sem ég hef tekið í sumar. Ýmissa hluta vegna höfða svart hvítar myndir enn afar sterkt til mín.
Eins og venjulega, ef áhugi er fyrir hendi má "klikka" á myndirnar til þess að sjá þær stærri, og flytjast þá yfir á flickr síðu mína, þar sem einnig má finna fleiri myndir.
Flokkur: Ljósmyndun | Facebook
Athugasemdir
Flottar myndir. Reyndar finnst mér persónulega að nærmyndir af gróðri, s.s. blómum og berjum, eigi að vera í lit.
Svart / hvítar myndir hafa á sér sérstakann sjarma og hann skilar sér flott í þessum myndum.
Gunnar Heiðarsson, 8.8.2013 kl. 18:59
Þakka þér fyrir þetta Gunnar. Að mörgu leyti er ég sammála þeir með nærmyndirnar. Það má enda finna útgáfu í lit af þeim á Flickr síðunni minni.
En s/h myndir hafa gríðarlegan sjarma og þar á ég líka minn uppruna í ljósmyndu. Ég byrjaði á filmumyndavélum, framkallaði og stækkaði sjálfu og þræddi filmu inn í hylki og klippti niður.
Það er líklega ekki hvað síst þess vegna að s/h myndir höfða svo sterkt til mín.
G. Tómas Gunnarsson, 8.8.2013 kl. 19:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.