109 milljarðar hurfu á fjórum árum

Það gengur mjög á sparifé segir fréttin.  Íslendingar hafa verið duglegir að taka út úr bönkunum fé sitt á undanförnum fjórum árum.  Það er ef til vill ekki að undra.

Verðbólgan étur það upp, og síðan kemur ríkisstjórnin og tvöfaldar skattinn af tapinu.

Það er reyndar merkilegt að rétt rúmir 109 milljarðar skuli hafa "gufað upp" vegna verðbólgu og það er enginn farinn að tala um forsendubrest ennþá.  Hvað þá að hið opinbera eigi að bæta þeim sem urðu fyrir honum, tjónið.

En það er líklega minnihlutahópur sem sparar. Það virtist vera talið nokkuð í lagi að "níðast" á honum. Er ekki meginmarkmið samfélagsins að tryggja þeim sem vilja taka lán, lága vexti?

Því er nær að kaupa sér ekki hús, bíl eða hjólhýsi fyrir peninginn.

En hér er auðvitað kominn hluti af hagvextinum. Það verður að reyna að þröngva almenningi til að ganga á sparifé sitt.

En hluti af þessum úttektum er svo að finna "undir koddanum", ekki síst hjá eldra fólki.  Eldra fólki sem reyndi að leggja fyrir til að eiga eitthvað upp á hlaupa.  Eldra fólki sem vill eiga fyrir hlutunum og kaupir ekki á afborgunum.  

En þegar ávöxtunin er neikvæð, neikvæðu "vextirnir" eru samt sem áður skattlagðir um 20% og neikvæðu vextirnir eru jafnframt réttlæting þess að skerða lífeyrinn, þá sér flest skynsamt fólk að það borgar sig ekki að eiga peninga í banka.

Þá er betra að sofa "með hátt undir höfðinu".

Á "hátíðarstundum" er talað um að efla þurfi sparnað í landinu. En í raunveruleikanum er fyrst og fremst litið á sparnað sem einn einn skattstofninn.


mbl.is Gengur mjög á sparifé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna virðist blaðamaðurinn hafa misskilið eitthvað. Hvernig eiga 109 milljarðar að hafa gufað upp vegna verðbólgu, eða "brunnið á verðbólgubáli" eins og það er orðað í fréttinni? Stal bankinn peningunum?

Innistæðurnar lækkuðu um þessa fjárhæð, ekki vegna verðbólgu, heldur vegna þess að einhverjir tóku krónurnar út af reikningunum. Líklega eigendur peninganna. Nema þeim hafi verið stolið. Var það???

Það er allt annað mál hvernig krónurnar hafi rýrnað vegna verðbólgu, en um það segir alls ekkert í þessari frétt.

Þórhallur Jósepsson (IP-tala skráð) 14.5.2013 kl. 12:40

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Þetta er úttekt lífeyrissparnaðar sem kynt hefur neyslu landans undanfarin ár.

Raunsamdráttur neyslu er í raun ekki annað en að landinn er búinn með lausafé enda sýndi Gjaldborgarstjórnin að einungir yfirskuldsettir spreðarar fái aðstoð og glötuð sé geyd (eða spöruð) króna.

Óskar Guðmundsson, 14.5.2013 kl. 12:54

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Þórhallur.  Ég svara auðvitað ekki fyrir blaðamanninn, en eins og ég skyldi fréttina er ekki verið að tala um "krónutölu", heldur er verið að tala um framreiknað núvirði.

Þannig hverfa peningar í verðbólgu, eða eins og segir í fréttinni:

Óverðtryggð innlán heimila hafa lækkað úr tæpum 684,8 milljörðum króna í júlí 2009 á núvirði í 379,4 milljarða í mars á þessu ári, eða um 305 milljarða króna.

Hér er rétt að leggja áherslu á orðið núvirði.

Það er rétt Óskar að úttekt lífeyrissparnaðar hefur hjálpað upp á eyðslu og hagvöxt undanfarin ár.  En það er óhætt að reikna með því að almennur sparnaður hafi gert það sömuleiðis.  Það er betra að eyða peningunum strax, heldur en að láta verðbólgu og hið opinbera éta þá upp hægt en örugglega.

G. Tómas Gunnarsson, 14.5.2013 kl. 14:35

4 identicon

Ó!? Er þá Mogginn að beita reiknikúnstum loddaranna til að sýna fram á rýrnun sparifjár?

Má vera, kaupi það. Breytir ekki því að villandi framsetning og orðalag (þrátt fyrir "núvirði") blekkir og samanburður af þessu tagi getur aldrei gefið rétta mynd.

Umrædd krónutala innlána hefur ekki lækkað eins og greint er frá, en rýrnað að virði eftir atvikum. Væri nær að reyna að gera grein fyrir virðisrýrnun, sem óneitanlega virðist vera ýkt svo ekki sé meira sagt ef hún er 109 milljarðar vegna verðbólgu á þessum tíma. Fjármagnstekjuskattar hafa ekki rýrt höfuðstólinn í krónum talið, þótt þeir hafi rýrt afraksturinn.

Þórhallur Jósepsson (IP-tala skráð) 14.5.2013 kl. 14:45

5 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Eins og ég skil málið þá er gerð tilraun til þess að núvirða inneignir eins og þær voru árið 2009.  Síðan hafa úttektir verið núvirðar sömuleiðis.  Síðan er mismunurinn tekinn.

Ég þekki auðvitað ekki allar stærðir í þessu dæmi, en auðvita er það svo að þegar raunvextir eru langt undir verðbólgu, þá rýrnar upphæðin að raun eða núvirði.  Það er í sjálfu sér ekki flókið.  

Fjármagnstekjuskatt er ekki minnst á í fréttinni, en ég bæti því við, því vissulega skiptir það máli þegar horft er til raunávöxtunar, eða í þessu tilfelli taps.  

Það er svolítið skrýtið að "tapið" skuli í raun vera skattlagt.

En Ísland er ekkert einsdæmi hvað þetta varðar undanfarin ár.  Það er mjög víða að raunvextir á almennum sparifjárreikningum eru neikvæðir.

G. Tómas Gunnarsson, 14.5.2013 kl. 15:44

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fólk tók þessa peninga út til að greiða af stökkbreyttum lánum.

Þannig væri réttast að segja að þeir hafi brunnið á verðtryggingarbáli.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.5.2013 kl. 19:16

7 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég leyfi mér að efast um að þeir sem hafi skuldað hvað mest af lánum, hafi átt mikið á bankabókum.

En það er eins og annað, vissulega er þetta ábyggilega ekki einslitur hópur. Mér segir svo hugur þó að þarna séu eldri borgarar fyrirferðarmiklir, enda hvati fyrir þá að taka út fé, til að skerða ekki lífeyrir sinn.

En almennt er auðvitað betra að reyna að koma fé t.d. í steypu, því ekki er ávöxtun fyrir að fara í bankanum.

G. Tómas Gunnarsson, 14.5.2013 kl. 20:11

8 identicon

Nú væri fróðlegt að Moggi reiknaði fleiri fjögra ára tímabil með sama hætti, eins og 2001-2004 eða 2004-2007 eða 1991-1994 o.s.frv. Ég hef grun um að tímabilið sem tilvitnuð grein fjallar um sýni sig þá að vera á meðal þeirra sem best koma út fyrir sparifjáreigendur. Þrátt fyrir allt hefur verðbólga á þessu fjögra ára bili ekki verið há í sögulegu samhengi.

Þórhallur Jósepsson (IP-tala skráð) 14.5.2013 kl. 20:26

9 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Vissulega hefur verðbólga ekki verið í hæstu hæðum, en það ber að líta til þess ekki síður að vextir hafa verið hreint afspyrnulágir.

Ég hef enga vísindalegan samanburð, en ég hygg að raunvextir hafi verið mun hærri á árabilinu 2004 til 2007, enda vissulega auðveldara fyrir banka að koma fjármagni í "vinnu" á því timabili og eftirspurnin meiri, sem leiddi af sér meiri samkeppni banka um innlán.

G. Tómas Gunnarsson, 15.5.2013 kl. 04:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband