Eðlilegt og sjálfsagt að neita "Sambandinu" um áheyrnaraðild

Persónulega finnst mér sjálfsagt og eðlilegt að Evrópusambandinu sé neitað um áheyrnaraðild að Norðurheimskautsráðinu.

Evrópusambandið á einfaldlega ekkert erindi inn í ráðið.

Ekki frekar en NAFTA, ASEA eða fjöldi annara samtaka og sambanda.

Þrjú aðildarríki "Sambandsins" eiga aðild að Norðurheimskautsráðinu, Svíþjóð, Finnland og Danmörk (í gegnum Grænland).  Það er engan vegin eðlilegt að "Sambandið" ætli sér að koma til viðbótar inn í ráðið.

Auðvitað mætti hugsa sér að Evrópusambandið tæki sæti ríkjanna þriggja yfir, en svo lengi sem ríkin eru sjálfstæðir aðilar að Norðurheimskautsráðinu, á "Sambandið" ekkert erindi þangað inn. 


mbl.is Samþykktu áheyrnaraðild Kínverja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband