Samningastjórnin

Sterkasta arfleifð fráfarandi ríkisstjórnar er líklega samningarnir sem hún hefur staðið í og fyrir á kjörtímabilinu.

Sé eitthvað sem mun halda minningu hennar á lofti um ókomna tíð eru það samningarnir.

Oftast mun hennar líklega verða getið fyrir hina slæmu samninga sem hún hefur gert.

Þar standa hæst, IceSave samningarnir svokölluðu.  Ég hygg að það færi fáir þá plús megin í kladdann.

Svo eru það samningar eins og þessi sem talað er um í fréttinni sem hér er tengt við.  Samningur Nýja Landsbankans, við þrotabú gamla Landsbankans.

Svo má nefna samninga ríkisstjórnarinnar við kröfuhafa í þrotabú Glitnis og KBbanka, sem færði þeim bróðurpartinn af Arion og Íslandsbanka.  Það eru margir sem vilja meina að það hafi verið á meðal stærstu mistaka ríkisstjórnarinnar.

Ekki má gleyma að minnast að "samningaviðræður" ríkisstjórnarinnar við Evrópusambandið.  Þar var talað um 18. mánaða til 2ja ára samningaviðræður.  Þær standa enn og enn hefur varla verið rætt um það sem mestu máli skipti, þ.e.a.s. sjávarútveg og landbúnað.  Það sem "áunnist" hefur í samningaviðræðunum, er að Evrópusambandið samþykkir að ÁTVR megi ennþá hafa einkasöluleyfi.

Plúsmegin hjá mér, en langt í frá öllum kemur svo fríverslunarsamningurinn sem ríkisstjórnin gerði við Kína.

Þó að ekki hafi náðst samkomulag í makríldeilunni, verð ég þó að taka það fram, að þar finnst mér ríkisstjórnin hafa staðið sig með ágætum.


mbl.is Óvíst um undanþáguheimild LBI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband