Ein birtingarmynd hærri skatta

Ég reikna með að flestir Íslendingar kannist við "svarta vinnu".  Ef ekki af eigin raun, þá af frekar "nælægri afspurn".

Það er kunn staðreynd að eftir því sem skattar hækka, eykst "vinna án nótu".  Hvatinn verður meiri til þess að sniðganga bókhaldið.  Sparnaðurinn fyrir greiðandann eykst sömuleiðis.

Auðvitað gerist þetta ekki yfir nótt, þegar skattar eru hækkaðir.  En hægt og rólega aukast undanskotin.

Þau hverfa heldur ekki á einni nóttu, þó að skattar verði lækkaðir.  Margir vilja meina að það taki lengri tíma fyrir þau að hverfa, heldur en að skjóta upp kollinum.

Það er engin leið a fullyrða hvað er rétta skattprósentan.

En flestir eru sammála um að það er fylgni á milli hækkunar og undanskota.

Þetta er hluti af arfleifð fráfarandi ríkisstjórnar. 

 

 

 


mbl.is 20-30% bílviðgerða í svartri vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband