12.5.2013 | 07:09
"Sambandssinnar" að fara á "eurolímingunum"?
Það hefur verið merklegt að fylgjast með ýmsum "Sambandssinnum" í umræðunni undanfarna daga. "Hamfarakosning" helsta "Sambandssinnaflokksins", virðist valda þeim umtalsverðum sálarkvölum og stöðugar fregnir af efnahagsvandræðum innan "Sambandsins", virðist ekki gera neitt nema auka á angistina.
Þeir virðast vera í stökustu vandræðum að finna nokkuð jákvætt við "Sambandið". En þá duttu þeir niður á Eurovision. Og þá röksemd að líklega ætluðu "vondu og ljótu" andstæðingar "Sambandsins" að taka Eurovision af Íslendingum.
Sú staðreynd að Eurovision sé ekki á vegum "Sambandsins", þvælist lítt fyrir í þeirri umræðu, þó að í þeirra huga teljist hún án efa upplýst. Að EBUsetji það ekkert fyrir sig hvort að félagar séu í "Sambandinu" eður ei, skiptir í hinni upplýstu umræðu engu máli.
Það að sum ríki "Sambandsins" hafi ákveðið að vegna þess hve efnahagur þeirra er bágborinn, að senda ekki keppendur til leiks í ár, hefur líklega líka farið fram hjá þeim. Það er líklega alveg óþarfi að blanda slíku inn í upplýsta umræðu.
Ef ég man rétt tók Ísland í fyrsta sinn þátt í keppninni árið 1986, en Sjónvarpið hefur sýnt hana eins langt og ég man, þó að framan af hafi ekki verið um að ræða beinar útsendingar.
Slíkt mun auðvitað halda áfram eins lengi og Íslenska sjónvarpinu þykir tilhlýðilegt, sem ég reikna með að verði býsna lengi.
Þegar var byrjað að sýna hana í Íslensku sjónvarpi var umræða um Evrópusambandsaðild Íslendinga varla eða ekki til staðar, og annað "Samband" fyrirferðarmeira í umræðunni. Það er eitthvað sem segir mér að Eurovision verði ennþá sýnd í Íslensku sjónvarpi eftir að "Sambandsaðild" Íslendinga verður að mestu leyti úr sögunni og umræðunni.
En það er hollt fyrir "Sambandssinna" að minnast þess að "... þú leggur ekki inn í Gleðibankann tóman blús".
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Viðskipti og fjármál, Sjónvarp | Facebook
Athugasemdir
Góður!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.5.2013 kl. 09:19
"Sambandssinnar" -- það var tími til kominn að tala um þá sem slíka. Á ensku er 'sambandssinni' 'federalist'.
Og þetta stemmir einmitt. "Í samþykkt [ESB-]þingsins frá desember 1997 segir m.a.: "Löndin sem sækja um aðild verða að sýna, að þau séu trú grundvallarmarkmiðum ríkjasambands sem stefnir í átt að sambandsríki" ("federal state"). Í samþykktinni er hvatt til þess að afnema neitunarvald, minnka áhrif smáríkja og auka miðstjórnarvald.” (Ragnar Arnalds: Sjálfstæðið er sívirk auðlind, s. 103, feitletrun jvj.) Þessu er m.a. framfylgt í krafti Lissabon-sáttmálans, sem eykur yfirráð stærstu ríkjanna í ráðherraráðinu í Brussel um 61% - það ákvæði sáttmálans tekur gildi 1. nóv. 2014; þá minnkar t.d. atkvæðavægi Möltu í leiðtogaráði Esb. og ráðherraráðinu úr 0,87% niður í 0,08% - atkvæðavægi Íslands yrði aðeins 0,06%. Ráðherraráðið í Brusselfer með löggjafarvald, m.a. meira vald en SB_þingið í Strassborg og Brussel. Í aðildarsáttmála hvers ríkis er kveðið á um, að löggjafarvald ESB sé æðra en meðlimaríkisins, þ.e.a.s. að lög þess síðarnefnda verði að víkja fyrir ESB-löggjöf, ef lagaákvæðin rekast hvert á annað (sbr. hér), en þessu virðast sambandssinnar fagna og vart geta beðip stundinni lengur eftir því, að Íslendingar missi fullveldi sitt í löggjafarefnum rétt eins og í æðsta dóms- og framkvæmdavaldi.
Það er því ekki að undra, að margir hafa bent sambandssinum að pilla sér bara til Evrópusambandsins og það varanlega í stað þess að íþyngja fólki hér á landi óþjóðrækni sinni, sérhyggju og sérvizku.
Jón Valur Jensson, 12.5.2013 kl. 11:51
... Ráðherraráðið í Brussel fer með löggjafarvald, m.a. meira vald en ESB-þingið í Strassborg og Brussel ...
átti að standa þarna
Jón Valur Jensson, 12.5.2013 kl. 11:53
Talandi um ESB þá rakst ég á athyglisverðt viðtal:
http://www.social-europe.eu/2013/03/germany-has-created-an-accidental-empire/
Þar segir m.a.:
"Germany’s austerity policies are not based simply on pragmatism, but also underlying values. The German objection to countries spending more money than they have is a moral issue which, from a sociological point of view, ties in with the ‘Protestant Ethic’. It’s a perspective which has Martin Luther and Max Weber in the background."
Kristján G. Arngrímsson, 12.5.2013 kl. 21:40
Bestu þakkir fyrir innleggin.
Persónulega fer fátt meira í taugarnar á mér, en allt tal um að "Sambandssinnar" geti bara flutt í "Sambandið". Undirliggjandi er þá líklega að andstæðingar "Sambandsins" væri best að flytja á brott frá "Sambandinu". Ef til vill má kalla þetta "sjálfviljugar skoðanahreinsanir".
Ég verð að segja að mér þykir allt slíkt tal út í hött og dregur yfirleitt málstað þess sem slíku beitir niður.
@Kristján. Þetta er athyglilvert viðtal. Það er margt í því sem get tekið undir, sérstaklega framan af. Ég held ekki að í gangi sé stórt samsæri (er ekki mikill samsæriskenningamaður), og ég held ekki að Þjóðverjar hafi gert neitt "masterplan".
En hin efnahagslega staða í Evrópusambandinu og Eurosvæðinu er samt staðreynd og hún er ekki langt frá því sem þarna er lýst.
En þegar fjallað er um hlutverk "Sambandsins"; sem væri líklegt hægt að draga nokkurn veginn saman í: Að hlutverk Evrópusambandsins sé að leiða heiminn og bjarga honum, þá tek ég ekki undir.
En sá "hroki" skín einmitt oft í gegn (og gerði meira áður, ef til vill hefur eurokrísan, breytt því að einhverju marki) hjá "Sambandinu".
En síðast en ekki síst, þá er fátt sem bendir til að "Sambandið" og myntsamtarfið gangi upp til lengri tíma litið. Spurningin er hvort að sambandsríkið komi, en persónulega hef ég ekki trú á því.
G. Tómas Gunnarsson, 13.5.2013 kl. 03:05
Má til með að senda þér þessa grein, þú þarna ESB-andstæðingur:
http://www.hugras.is/2013/05/hvad-vilja-andstaedingar-esb/
Spurningin er: Er þetta satt?
Kristján G. Arngrímsson, 16.5.2013 kl. 08:56
Ég var einmitt að
Jón Valur Jensson, 16.5.2013 kl. 13:08
Ég var einmitt að svara Gauta Kristmannssyni hér, stuttlega að vísu og í flýti, en segi þó sitthvað sem stendur vonandi í þessum kunningja mínum.
Kristján Arngrímsson spyr ég í leiðinni: Ertu hættur að mæla með Icesave-samningunum "glæsilegu" hans Steingríms J. Sigfússonar?
Jón Valur Jensson, 16.5.2013 kl. 13:10
Þessi grein Gauta er að mínu mati hvorki fugl né fiskur. Auðvitað er það svo, að hvorki EES né ESB eru jafnmikilvæg og var, þegar til þeirra var stofnað.
WTO samningar hafa í raun dregið úr mikilvægi þeirra, þó að vissulega séu bæði EEA/ESS og "Sambandið" mikilvægar stofnanir.
En, það sem það sem skiptir ef til vill ekki minna máli, en Gauti skautar alveg fram hjá, hvað vilja "Sambandssinar"?
Það er flestum ljóst að "Sambandið" og sérstaklega Eurosvæðið gengur ekki upp eins og það er byggt upp nú. Hvað vilja "Sambandssinnar" gera?
Vilja þeir stefna á sambandsríki? Vilja þeir reyna að "plástra" það sem er nú? Hvert stefna þeir?+
Margir þeir sem eru á móti "Sambandinu", eru reiðubúnir til að leggja mikið á sig til þess að halda til dæmis sameiginlega marknaðnum, en aðrir vilja leggja megináherslu á t.d. tvíhliða fríverslunnarsamninga eins og eru að færast í vöxt aftur, meðal annars vegna þess að það hefur sýnt sig að "ein lausn fyrir alla" einfaldlega dugar ekki.
G. Tómas Gunnarsson, 16.5.2013 kl. 17:56
Án þess að ég telji mig endilega dæmigerðan ESB-sinna þá dettur mér í hug að það hljóti að vera að þau ríki sem ganga í sambandið breytist þar með fyrir tilverknað aukins sambands við hin aðildarríkin. Ég hef grun um að andstaða við aðild stafi ekki síst af andstöðu við ófyrirsjáanlegar breytingar. Það er að segja, þetta er íhaldssemi sem veldur þessari andstöðu. Enda passar það alveg við stefnu þeirra flokka í Evrópu sem eru andvígir ESB, það eru íhaldsflokkar, bæði til hægri og vinstri, sbr. VG hér og Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Allt eru þetta þjóðernissinnaðir íhaldsflokkar.
Grein Gauta er skemmtileg. Ekki endilega samsafn af bláköldum staðreyndum þó.
Ef evrusvæðið "gengur ekki upp" (hvað svo sem það merkir) eins og það er núna þarf bara að breyta því. Ég held að ESB þurfi ekkert að vera endilega eitthvað geirniðurneglt, það getur alveg verið svolítið dýnamískt.
Og Jón Valur, ég held að það hefði átt að semja um IceSave, það hefði verið siðaðra manna háttur. En Íslendingar hafa aldrei verið þekktir fyrir mikla diplómasíu í alþjóðasamskiptum, eins og glöggt kom fram á útrásarárunum. Þvert á móti eru þeir þekktir fyrir frekju og barnaskap.
Kristján G. Arngrímsson, 16.5.2013 kl. 18:28
Það er gömul og þreytt klisja að "Sambandið" og euroið breyti og þroski aðildarríkin. Kenni þeim aga og þar fram eftir götunum.+
Árið 2000 var þetta ritað af einum "aðildarsinna" sem sá svo margt gott við sambandið og euroið:
Umbætur í krafti Evrunnar
Það er vel kunn staðreynd að evran hefur unnið bug á verðbólgu og óráðsíu í ríkisfjármálum sem var verulegt vandamál í suðurhluta ESB. En sameiginlegt myntsvæði gerir einnig kröfur um samkeppnishæfni og sveigjanleika sem ekkert aðildarlanda getur
hundsað. Evran var aðal drifkrafturinn á bakvið miklar skattalækkanir í Þýskalandi sem munu blása nýju lífi í efnahagslíf þar í landi. En eftir breytingarnar taka gildi verða
tekjuskattar á einstaklingar og fyrirtæki með því lægsta sem gerist í álfunni (og reyndar lægri en í sjálfum Bandaríkjunum sjá töflu). Þess vegna mun þrýstingurinn nú færast yfir
á aðrar evruþjóðir að lækka skatta til samræmis. Þetta sýnir að efnahagsmál eru að hefjastupp fyrir flokkadrætti og hugmyndafræði að víkja fyrir skynsemi.
Ég er ekki viss um að margir vildu kvitta undir þetta nú.
Æ fleiri eru sammála því að eurosvæðið gangi ekki upp, en samstaðan er ekki eins mikil þegar kemur að því að segja hvernig eigi að breyta því. Því er ekkert gert nema að "sparka dósinni niður götuna". Það er engin samstaða um hvert skuli stefna.
G. Tómas Gunnarsson, 16.5.2013 kl. 20:37
Þú kennir það greinilega við "frekju og barnaskap", Kristján, að Íslendingar -- aðrir en spillt og trausti rúin stjórnmálastéttin -- stóðu á réttinum í Icesave-málinu, þeim rétti sem staðfestur var svo fullkomlega í úrskurði EFTA-dómstólsins, að við þurftum ekki einu sinni að borga málskostnað okkar.
En hvers virði er nú öll þín heimspeki þér og þinni skynsemi, að þú komist að jafn-vitvana niðurstöðu eins og þeirri, að Íslendingar hefðu átt að leggja á sig 65 milljarða króna ÓLÖGVARÐAR vaxtagreiðslur frá Bruchheit-samningnum til 1. apríl sl. (og meira í vændum -- og allt í erlendum gjaldeyri), einfaldlega af því að það væri til marks um "mikla diplómasíu í alþjóðasamskiptum" og "siðaðra manna háttur" að þínu mati?
Ertu ekki barn í lögum, drengur minn, og væri ekki nær fyrir þig að halda þér við heilbrigða heimspeki?
Jón Valur Jensson, 16.5.2013 kl. 23:03
Já, 65 milljarða króna værum við nú búin að borga skv. Buchheit-samningi Steingríms, m.v. aprílbyrjun þessa árs, allt í erlendum gjaldeyri, og meira myndi bætast við! Hvar ætlaðir þú að finna þá 65 milljarða, Kristján Arngrímsson?! Og þykir þér í alvöru rétt, að Íslendingar líði skort og skerta heilbrigðisþjónustu vegna þess áhugamáls þíns og ýmissa áhrifamanna, sem og fjölda vinstri manna, ekki þó allra, að láta undan kröfum brezkra og hollenzkra stjórnvalda, þótt ólögmætar hafi verið?! Ættirðu auðvelt með að réttlæta slíkt siðferðislega gagnvart ættingjum þínum, sem kannski hefðu farið á mis við sjúkrahúsþjónustu í tæka tíð vegna þess að þínir samherjar í ríkisstjórn hefðu fengið að ráðskast á ólögmætan hátt með skattfé borgaranna?!
Jón Valur Jensson, 16.5.2013 kl. 23:12
Jón Valur: Mér finnst það alltaf skrítið þegar eindregnir ESB-andstæðingar tala um sigur okkar í IceSave-málinu á forsendum EFTA dómsins. Það er að segja, í öðru orðinu er forræði ESB bölvað og hafnað, en í hinu orðinu er fagnað sigri sem á sér rætur í evrópskri löggjöf.
Ég veit ekki hvort maður á að kalla þetta tvískinnung eða eitthvað annað.
En fyrst og fremst er þetta IceSave mál búið mál og ekki þörf á að ræða það frekar. Sem er náttúrulega stærsti kosturinn við þennan blessaða dóm.
Kristján G. Arngrímsson, 17.5.2013 kl. 07:50
Ég skildi það, sem þú skildir ekki, Kristján, þ.e. inntak þeirra lagagreina, sem samþykktar höfðu verið á Alþingi Ísendinga í tengslum við EES-samninginn og fjölluðu um innistæðutryggingar. Ég lá vikum saman yfir þeim lagabálkum okkar og ESB og sá þar fullkomlega sakleysi okkar, eins og við gerðum fleiri í Þjóðarheiðri, samtökum gegn Icesave, m.a. Loftur Altice Þorsteinsson umfram alla aðra.
Meðan hér gilda ákvæði um innistæðutryggingar ættuð frá Brussel, þá er vitaskuld hin rétta og ÞJÓÐHOLLA afstaða hvers sanns Íslendings að nýta beri allt þar, sem verða má þjóðinni til varnar, og það er sannarlega enginn "tvískinnungur", þótt afvegaleiddur heimspekigruflari láti sér detta það í hug í viðleitni sinni til að afsaka framferði stjórnvalda eða búa sér til nýja "siðferðisskyldu" þvert gegn allri lagaskyldu og þvert gegn þjóðarhag.
Já, Icesave-málinu lauk farsællega, og það var ekki þér að þakka, Kristján G. Arngrímsson, né þínum líkum! Og ef þetta mál var að þínu mati "búið mál", hvers vegna ertu þá enn að sýta það, að við samþykktum ekki hina þungbæru Icesave-samninga?!!
Jón Valur Jensson, 17.5.2013 kl. 09:56
Svo áttu eftir að svara hér öllum þremur spurningunum í innleggi mínu hér kl. 23:12 í gærkvöldi.
Jón Valur Jensson, 17.5.2013 kl. 09:59
Alain Lipietz sagði sannleikann um Icesave (jan. 2010)
Engin ábyrgð tilheyrði íslenzka ríkinu vegna Icesave-reikninganna, sagði hann m.a. - Brezku og hollenzku ríkisstjórnunum bar að láta Landsbankann tryggja Icesave-reikningana í tryggingasjóðum þeirra landa. Það var einmitt gert í Bretlandi, með fullri vissu, eins og Lofti Þorsteinssyni, varaformanni Þjóðarheiðurs, tókst þá brátt að leiða í ljós. En hér er þetta myndband með Alain Lipietz, þar sem hann sagði Íslendingum sannleikann í málinu í Silfri Egils 10. janúar 2010:
Það tók langan tíma og tvær þjóðaratkvæðagreiðslur og loks EFTA-dóm til að fá ráðamenn hér til að verða að sætta sig við sannleikann í málinu: það sakleysi Íslands, sem Lipietz átti ekki í erfiðleikum með að kynna okkur. Hann var, vel að merkja sérfræðingur á þessu sviði. Merkilegt, að Steingrímur og Jóhanna (sem við horfum nú á eftir sem leiðtogum stjórnmálaflokka, flestir með næsta litlum trega) skyldu telja sig bóga til að ganga gegn sérfræðiáliti þessa manns.
Sjá einng hér:
ÍSLENDINGAR SKULDA EKKERT: Alain Lipietz (grein hans, birt hér 3.3. 2011).
Jón Valur Jensson, 17.5.2013 kl. 10:59
Til að sjá myndbandið, smellið á
Alain Lipietz sagði sannleikann um Icesave (jan. 2010)
Jón Valur Jensson, 17.5.2013 kl. 11:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.