11.5.2013 | 05:21
Eitthvað sem búast mátti við og Íslendingar kannast við.
Ég vona að gjaldmiðilshöftin á Kýpur verði afnumin fljótlega. Það er án efa erfitt að búa við höft á því að nota eigið fé, jafnvel í eigin landi.
En í upphafi var talað um að höftin yrði við lýði á Kýpur í u.þ.b. viku. En það er gömul saga og ný að höft, þegar þau eru einu sinni komin á, verða oftar en ekki við lýði munu lengur en í upphafi er ætlunin.
Það er eitthvað sem Íslendingum er fullkunnugt um.
En aflétting hafta verður að vera eitt af forgangsmálum komandi ríkisstjórnar.
En höft geta verið við lýði, hvort sem er með eða án euros, það sýnir dæmið frá Kýpur. En þá verður að setja á höft, á notkun gjaldmiðils, bæði innanlands og utan.
Höftin áfram við lýði á Kýpur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.