Að drekka hvítvín með humrinum, eða bara af stút

Nú sit ég og skrifa þessar línur í einu af fátækari löndum Evrópu.  Hér má kaupa hvítvín eða hvaða annarð áfengi sem er, hvaða dag vikunnar, í matvöruverslunum, áfengisverslunum, söluturnum, bensínstöðvum o.s.frv. 

Hvort sem hvítvínið er ætlað til neyslu með humri, eða það er drukkið af stút.

Og þrátt fyrir að ríkidæmið sé ef til vill ekki mikið kaupir almenningur hvítvín - líka á sunnudögum.  Þrátt fyrir það munu vera hér all nokkur fjöldi starfandi guðshúsa og messað í flestum þeirra á sunnudögum.

En ég velti því fyrir mér hvort að Íslendingar haldi að fátæktin hér stafi af þessu frjálsræði í áfengissölu, eða því að hér ríkti harðstjórn, ofríki og stjórnlyndi kommúnismans í ríflega fimmtíu ár.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband