Verður "Sambandið" orðið að sambandsríki innan fárra ára?

Það veit enginn hvert "Sambandið" er að stefna.  Ekki síst vegna þess að enginn einhugur ríkir innan þess um hvert skal stefna.

Æ fleiri af "frammámönnum" "Sambandsins" vilja stefna að sambandsríki. Flytja æ meiri völd til Brussel, og þar verði ákvarðanir teknar.  Þegnar "Sambandsins" kjósi forseta og "Bandaríki Evrópu" líki dagsins ljós.

Aðrir vilja fara allt aðra leið.

Þeir vilja flytja heim, hluta af því valdi sem Brussel hefur þegar tekið og að "Sambandið" einblínu fyrst og fremst á "innri markaðinn" og sé ekki að skipta sér um of af innri málefnum aðildarríkjanna.

Enginn veit hvor leiðin verður ofan á, en eins og er hafa "sambandsríkjasinnarnir" sterkari stöðu í Brussel.

En ef sú leið verður valin, gæti það hæglega þýtt að einhver ríki kjósi að yfirgefa "Sambandið", frekar en að gefa eftir meira af fullveldi sínu.

Það er t.d.i erfitt að sjá fyrir sér Bretland ganga í sambandriki. Ég held að ólíklegt að ríki eins og Svíþjóð myndi taka þátt í sambandsríki og ég á erfitt með að ímynda mér að Danir myndu kjósa sér slíkt fyrirkomulag.

Það yrði hins vegar mun erfiðara fyrir löndin á Eurosvæðinu að skera sig frá.

En þessar vangaveltur ýta undir nauðsyn þess að slíta aðlögunarviðræðum Íslands að "Sambandinu".

Það er engin ástæða til að halda áfram að aðlaga sig að "Sambandi" sem engin veit, eða einhugur ríkir um hvert stefnir, í jafn stóru máli sem hugsanlegt sambandsríki er.

Það væri vissulega fróðlegt ef eitthvert kannanafyrirtækið spyrði Íslendinga hvernig þeim hugnaðist að ganga í sambandsríki Evrópusambandsins.

Sjá frétt Telegraph:  Baroso segir að "Sambandið" verðí orðið að sambandsríki innan fárra ára.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband