Fullvissan um að hægt sé að ná samningum

Eitt af því sem vekur athygli mína og eftirtekt við málflutning "Sambandssinna", er sú fullvissa þeirra um að hægt sé að ljúka aðlögunarviðræðum Íslands og "Sambandsins" í sátt, það er að segja með samningi.

Satt best að segja þykir mér æ meira benda til þess að engin leið sé til þess að ljúka aðlögunarviðræðunum með sátt.

Eitt af þvi sem bendir til þess er þetta.

Íslendingar hafa ekki efni á því að gefa eftir hvað varðar sjávarútveginn.  Það ætti að vera það sem sameinar Íslendinga.  En því mður er það ekki svo.

Ég leyfi mér að vitna í orð Vilhjálms Egilssonar, eins helsta "Sambandssinna" á Íslandi:

Hann [Vilhjálmur Egilsson] segir að það hafi alltaf legið fyrir að aðild að sjávarútvegsstefnu ESB yrði skref afturábak fyrir íslenskan sjávarútveg. Spurningin sé bara hversu stórt það skref yrði.

„En að sjálfsögðu mundi sjávarútvegurinn, líkt og aðrar greinar, hafa hag af því að taka upp evru, fá efnahagslegan stöðugleika og lægri vexti. Í aðildarviðræðum myndu menn reyna að ná einhverri málamiðlun hvað sjávarútveginn varðar en það verður aldrei hægt að halda því fram að ESB-aðild yrði skref fram á við fyrir sjávarútveginn,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA.

 mbl.is, 24.11.2008

 

Mega Íslendingar við því að stigið sé "skref afturábak" fyrir Íslenskan sjávarútveg?

Þurfa Íslendingar að afsala sé yfirráðum yfir fiskveiðilögsögunni?

Auðvitað er full ástæða fyir Íslendinga að draga umsókn sína að "Sambandinu" til baka.  Íslendingar losuðu sig við "tæru vinstri stjórnia", auðvitað ættu þeir að losa sig við aðlögunarumsóknina einnig. 


mbl.is Ný ríkisstjórn ljúki ESB-viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þetta var eitt af kosningarloforðum (B) og (D) að hætta aðlöguninni að ESB þannig að það ætti ekki að taka langan tíma að ganga frá þessu.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 7.5.2013 kl. 18:36

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sé enga ástæðu tilmað hlusta á nokkrar hræður með alvarlegt tilfelli af cognitive dissonance, hvað þá að birta þessa ræpu úr þeim. Þau eru bara að gera það sem þeim er borgað fyrir að gera af ESB, svo ekki er annars að vænta. Þótt sambandið hryndi til grunna, þá myndu þau ekki hætta að róma það fyrr en styrkirnir hættu að berast eða þau fengu ordrur um það.

Fyrir þessu fólki eru þetta trúarbrögð. Öfgatrú.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.5.2013 kl. 19:10

3 Smámynd: Samstaða þjóðar

Þann 16. júlí 2009, samþykkti Alþingi ályktun um »að leggja inn umsókn um aðild Íslands að ESB«. Ályktunin hlaut samþykki Alþingis með aðeins 33 atkvæðum af 63. Tillögu, um að leita álits þjóðarinnar á þessu afdrifaríka feilspori, var hafnað með 32 atkvæðum.

Umsóknin um aðild að Evrópusambandinu var þannig alfarið á ábyrgð þess meirihluta á Alþingi sem studdi ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Umsóknin var hvorki á ábyrgð stjórnarandstöðnnar á Alþingi né þjóðarinnar.

Allt frá september 2009, hafa verið gerðar kannanir um afstöðu landsmanna til inngöngu landsins í ESB, af Capacent-Gallup. Niðurstöður þessara kannana hafa ávallt verið á einn veg, 60% - 70% þjóðarinnar hefur verið andvígt aðild.

Við blasir, að núverandi meirihluti á Alþingi mun gjalda mikið afhroð í kosningunum 27. apríl 2013. Að stórum hluta er það vegna þess að þjóðin hafnar óskum ríkisstjórnarinnar um inngöngu landsins í ESB. Þjóðin hafnar þeim ólýðræðislegu vinnubrögðum sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur viðhaft í ESB málinu.

Við undirrituð skorum á Alþingi að stöðva strax viðræður Íslands við Evrópusambandið um aðild Íslands að ESB, með formlegri ályktun. Alþingi hóf viðræður um aðild án samþykkis þjóðarinnar og Alþingi ber skylda til að ljúka þeim strax, án kostnaðarsamrar þjóðarkönnunar.

http://samstada-thjodar.blog.is/blog/samstada-thjodar/entry/1294722/

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

Samstaða þjóðar, 7.5.2013 kl. 21:37

4 Smámynd: Rafn Guðmundsson

allar svona vangaveltur koma í ljós ef við klárum samninginn. þá geta landsmenn tekið ákvörðun um hvað og hvað ekki er hægt að sætta sig við.

Rafn Guðmundsson, 7.5.2013 kl. 21:53

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Rafn,

Við viljum stoppa umræðurnar núna strax, það var kosningaloforð (B) og (D) og við viljum að flokkarnir standi við kosningaloforð og vera ekki eins og (V) og (S) sem sviku allt sem þau lofuðu síðasliðin fjögur ár.

As simple as that.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 7.5.2013 kl. 22:59

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Djöfull er ég orðin þreytt á þessum kjánum sem berja endalaust hausnum við steininn og halda ennþá eftir allt sem fram hefur komið að við séum í einhverjum samningaviðræðum, þegar við erum í innlimunarferli.  Við ættum að senda þessa fábjána one way ticket til Brussel, afsakið orðalagið, en þetta pirrar mig ósegjanlega.  Það er marg búið að koma með rök og útlistanir frá Sambandinu sjálfu aftur og aftur.  En nei við viljum kíkja í pakkann.... það er enganveginn í lagi með þetta fólk.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.5.2013 kl. 23:02

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Tómas...utan efnis. Hvað,finnst þér um uppkaup vogunarsjóða á lóðum og eignim í gegnum leppa í skjóli þess limbós sem ríkir við stjórnarskiptin? Þetta er búið að skrúfa upp gengið, vísitöluna og fasteigna g leiguverð hér langt út úr öllu korti í miðjum gjaldeyrishöftum. Þetta er efnahagsárás í raun og ekkert aðhafst. Er þetta með leyndu samþykki yfirvalda. Goldman Sachs og þeirra nótar voru hér að ræða strategíur á meðan stjórnarskrárfárið stóð á þinginu og nú stöndum við berskjöldð á meðan þeir gíra upp gengið fyrir samninga og uppgjör með ómældum byrðum á almenning. Ríflega 5% hækkun á gengi á einum mánuði og það virðast engar bjöllur hringja.

Áttu einhverja skringu á þessu? Eru yfirvöld suicidal eða hvað? Þetta hlýtur að varða við milljón lög. Hér eru nýstofnuð fasteignafélög með fullt rassgat af peningum að kaupa upp lóðir og leiguhúsnæði svo það er önnur bóla í uppsiglingu. Þessi félög eru leppar vogunarsjóðanna. Þetta fer illa ef ekki verður stöðvað.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.5.2013 kl. 00:38

8 identicon

Evrópusambandið getur samið um hvað sem þeim sýnist.

Eftir 5 eða 10 ár, geta þeir látið dómstóla dæma hin og þessi atriði ólögleg.

Tilraunin til breytinga á stjórnarskránni er sýnir hugarfar forgöngumannanna.

Þarna er lætt inn tveimur greinum, og hin þriðja um takmarkað eignarhald útlendinga í gömlu stjórnarskránni felld niður.

http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1290764/

Eg. 08.05.2013 JG

Jónas Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 8.5.2013 kl. 12:04

9 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Bestu þakkir til allra fyrr innleggin.

Það er ótrúlega útbreiddur skilningur, finnst mér, að eina hlutverk Íslensku samningafnefndarinnar sé að ljúka samningum.  Að standa vörð um hagsmuni Íslendinga eigi og verði að víkja fyrir því markmiði.

Líklega telja þeir hinir sömu að best sé að ganga sem fyrst að öllum þeim lögum sem ESB setur fram, enda óþarfi fyrir samninganefndina "að hafa þetta hangandi yfir sér".

En það er ýmislegt sem bendir til þess að ásættanlegum samningum verði einfaldlega ekki náð.

Þá er aðlögunarviðræðunum sjálfhætt.

G. Tómas Gunnarsson, 9.5.2013 kl. 05:13

10 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

@Jón Steinar.  Ég verð að viðurkenna að ég þekki þetta mál ekki nógu vel. Hef heyrt af miklum fasteignakaupum í 101, en get ekki sagt mikið um það.

Ísland er í erfiðri stöðu hvað varðar gengið.  Vöruskiptajöfnuðurinn er ekki slæmur og ætti að styrkja gengið.  En langtímaskuldsetning og afborganir af erlendum lánum er út úr kortinu, miðað við efnahagsstærðir.

Það ætti því að þrýsta genginu niður all hressilega.

En það er líka ljóst að ef að miklir peningar eru lokaðir inni í takmörkuðu svæði, verða fjárfestingar öðruvísi en ella.  Hvar eiga peningarnir "að vinna"?  Hver er hægt að festa þá með bestum hætti innan hins lokaða svæðis?

En "fjárfestingarleiðin" gefur líka þeim sem koma með erlendan gjaldeyri drjúgan afslátt.  Það er ávöxtun "strax".  

20% afsláttur af húsnæði er eitthvað sem mörgum myndi líklega þykja aðlaðandi.

Hækkandi verð á húsnæði hækkar líka verð ýmissa "bóka".

En nú virðist aftur vera að komast "hugur" í byggingariðnaðinn.  

Er ekki eitthvað farið að "bóla" á byggingarkrönum í Reykjavík?

G. Tómas Gunnarsson, 9.5.2013 kl. 06:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband