7.5.2013 | 07:39
"Pragmatískir" Svíar
Svíar eru pragmatískir. Þeir láta ekki plata sig til þess að taka upp sameiginlega mynt í pólítískum tilgangi. Þeir horfa á efnahagslega grunninn.
Þó er Svíþjóð eins og öll önnur ríki "Sambandsins" (að Bretlandi og Danmörku undanskilið) skuldbundið til þess að taka upp euroið.
Frá því hafa þeir enga undanþágu.
En það er hægt að "draga lappirnar" og "fara undan í flæmingi", og það er einmitt það sem Svíar hafa gert.
Það sést einnig að stuðningur Svía við "Sambandið" sjálft minnkar og sárafáir Svíar eru hrifnir af þvi sð sambandsríki verði myndað.
Þó er það að mörgum talið það eina sem geti gert euroið að góðum gjaldmiðli fyrir öll ríkin sem nú nota það.
9% Svía vilja taka upp evruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.