Æ fleiri Þjóðverjar vilja euroið feigt, nú bætist fyrrverandi fjármálaráðherra í hópinn

Þeir eru æ fleiri Þjóðverjarnir (og einnig í öðrum Evrópulöndum) sem kalla eftir því að Eurosvæðið verði leyst upp með skipulegum hætti.

Eins og margir eflaust vita var nýlega stofnaður nýr flokkur, Annar valkostur fyrir Þýskaland (AfD), sem hefur það m.a. á stefnuskrá sinni.  Sá flokkur þykir frekar til hægri á stjórnmálaskalanum.

Nú kemur hins vegar rödd frá vinstri og kallar eftir því að euroiði verði lagt til hliðar og þjóðríkin taki aftur upp sínar eigin myntir.

Það er Oskar Lafontaine, sem var fjármálaráðherra Þýskalands stuttu fyrir síðustu aldamót, einmitt á þeim tíma sem euroið var atð taka á sig mynd sem sameiginleg mynt.

Lafontaine kallar euroið "katastrófu", segir að efnahagsástandið fari versnandi mánuð eftir mánuð og sívaxandi atvinnuleysi setji lýðræðið í hættu.

Lafontaine segir að miklar vonir hafi verið bundnar við euroið, m.a. um að það leiddi til raunsærrar efnahagstjórnunar.  Það hafi reynst rangt.

Það rennur upp fyrir æ fleirum að euroið er ekki lausnin sem trúað var að það væri.  Euroið hefur orðið hluti vandans. Hálfbyggt hús, sem litlar líkur eru á verði nokkurn tíma klárað.  Til þess er hvorki pólítískur né lýðræðislegur vilji innan "Sambandsins". 

Æ fleiri láta upp efasemdir um að það sé skynsamlegt.

Þess sjást líka merki, að ýmsir "Sambandssinnar" eru orðnir hugsi yfir þróuninni og útlitinu fyrir framtíðina.

Nema helst í Samfylkingunni og Bjartri framtíð og svo auðvitað í utanríkisráðuneytinu - í það minnsta kosti um sinn.

Þar gildir ennþá "Sambandshollustan".

Hér má sjá umföllun í Telegraph.

Hér eru upprunaleg skrif Lafontaine á ensku.

Og hér eru svo skrif hans í upprunalegu Þýsku útgafunni.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband