"Gamechanger" í Bretlandi. "Ávaxtakaka" á borðum kjósenda

Það er engin leið að líta fram hjá því að UKIP vann stórkostlegan sigur í sveitarstjórnarkosningunum í Bretlandi.

Að ná því að verða þriðji stærsti flokkurinn á sveitastjórnarstiginu er árangur sem enginn getur leyft sér að líta fram hjá.

Sem vísbending fyrir næstu þingkosningar, fá þessi úrslit kalt vatn til að renna á milli skins og hörund hjá býsna mörgum, ekki síst í Íhaldsflokknum.

Það er ekki ólíklegt að svipuð úrslit gætu tryggt Verkamannaflokknum dágóðan sigur í þingkosningunum, þrátt fyrir langt í frá góða stöðu eða neina verulega fylgisaukningu.

En það er reyndar langt í frá að UKIP sæki fylgi sitt eingöngu til Íhaldsflokksins, heldur bendir margt til þess að þó nokkur hluti  fylgis flokksins komi frá fyrrum kjósendum Verkamannaflokksins og Frjálslyndra demókrata.

Bakvið sigur UKIP stendur óánægja kjósenda með hina "hefðbundnu" flokka.

Meginstyrkur UKIP kemur frá óánægju kjósenda með "Sambandið", stefnu þess og samband Bretlands við það.

Ótti og óánægja með stóraukin straum innflytjenda og ótti um enn frekari aukningu, spilar einnig stóra rullu.

Í stuttu máli má segja að stór hópur kjósenda sé óánægður með það sem þeir upplifa sem vaxandi valdaleysi Bretlands í eigin málum.

En UKIP hefur tryggt og mun tryggja að umræðan um Evrópusambandið mun verða fyrirferðamikil fyrir  næstu þingkosningar í Bretlandi.

Læt hér fylgja með stutta sögu sem ég hef rekist a oftar en einu sinni  nýlega, þar sem fjallað er um hvernig "elítan" í "Sambandinu" hefur komið sér fyrir..  Læt hana fylgja hér með á enskunni.

Auðvitað má deila um hve mikið erindi sögur sem þessar eiga í pólítíska baráttu, en ég held að enginn ætti að vanmeta áhrif þeirra.

You may not have heard of Lady Ashton. She is the EU’s High Representative for Foreign Affairs and Security Policy. I am not aware of anything she has ever done that has benefited Britain. When she leaves her post in 2014, she will have served five years at an yearly salary (currently) of £287,543 (roughly twice what our Prime Minister earns). For this fairly short stint, she will then have a pension of £61,000 pa, and a “transitional allowance”, payable over three years, of £400,000. When Margaret Thatcher died last month, she had been a British legislator since 1959. She had served as prime minister of the UK for 11-and-a-half years and had made, it is fair to say, a bit of a difference. But she had no transitional allowances and a pension of £40,000 pa. Satire cannot improve on reality. 

P.S.  Ávaxtakakan í fyrirsögninni er dregin af því að stuðningsmenn Íhaldsflokksisn og David Cameron, hafa kallað stuðningsmenn UKIP "fruitcakes".  Eftir kosningarnar nú, var kominn annar tónn í David Cameron.

 


mbl.is Stórsigur UKIP
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband