3.5.2013 | 13:58
Rangt skref, dregur athygli frá hinu raunverulega vandamáli
Ekkert hef ég á móti Siðmennt, ekki frekar en öðrum félagasamtökum. En persónulega er ég ekki hrifinn af þessu skrefi.
Þetta leiðréttir vissulega aðstöðu þeirra sem eru í Siðmennt, en gerir ekkert til að taka á grundvallarmálinu.
Hið opinbera á ekki að innheimta félagsgjöld fyrir frjáls félagasamtök.
Þeir sem kjósa að standa utan trú og lífsskoðunarfélaga (hvað sem það svo er), eru ennþá órétti beittir.
Hið opinbera skattleggur þá enn umfram aðra þegna landsins.
Hvernig í ósköpunum það er réttlætt að þeir sem kjósa að stand utan trúfélaga greiði aukaskatt til háskólamenntunar á Íslandi, er mér gjörsamlega óskiljanlegt.
Það er lágmarkskrafa að gefinn sé sá möguleiki í skattframtali að merkt sé við hvort viðkomandi vilji að hið opinbera dragi af honum sóknargjald eður ei.
Það eru raunveruleg mannréttindi.
![]() |
Stórt skref í mannréttindabaráttu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Trúmál, Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
"Hið opinbera á ekki að innheimta félagsgjöld fyrir frjáls félagasamtök."
Hjartanlega sammála. En raunin er reyndar sú að sóknargjöld eru ekki félagsgjöld, heldur er þetta bara styrkur frá hinu opinbera.
En ég er hjartanlega sammála því að það þarf að breyta þessu kerfi á þá leið að þetta væri einhvers konar valkvæð greiðsla, með öðrum orðum 'alvöru félagsgjöld'. Svo má síðan fara alla leið og leyfa trúfélögunum (og nú Siðmennt) að sjá alfarið um þetta.
Svo var því nýlega breytt hvert peningar utantrúfélagsfólks fara, þeir fara ekki lengur til HÍ heldur bara í ríkissjóð.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.5.2013 kl. 14:06
Hjartanelga sammála!
Það væri lítið mál að að láta ríkið rukka sóknargjöld, ríkið er með upplýsingar um trúfélagaskráningu skv. Þjóðskrá og gæti bara forskráð þetta á skattframtal líkt og útvarpsgjaldið.
Skeggi Skaftason, 3.5.2013 kl. 14:38
Sammála hjartanlega.
Að sjálfsögðu á ríkið ekki að styrkja nein félagasamtök.
Mesti brandarinn í þessari frétt að að þetta skuli kallað "skref í mannréttindabaráttu", hvernig í ósköpunum telst það til mannréttinda að einhver félagasamtök fái að flokka sig sem trúfélag. Það sem er raunverulega hér að baki er stöðugt barátta og árásir félaganna í þessum hópi á Þjóðkirkjun íslendinga. Nú hefur þeim tekist að útþynna löggjöf um trúfélög með aðstoð guðleysingjanna í vinstri flokkunum sem hatast við kristna trú mest allra trúarbragða og hafa meira að segja stutt opinberlega félagasamtök sem vilja koma hér á ofstækishugmyndafræði Islams sem boðar hatur, hryðjuverk og kúgun kvenna.
Ásgeir (IP-tala skráð) 3.5.2013 kl. 15:18
Ég er hlynntur því að hver rukki fyrir sig,ekki bara sóknargjöld heldur allt saman-laun presta og starfsfólks einnig.Skatturinn til ríkisins yrði þá lækkaður á móti.
Jósef Smári Ásmundsson, 3.5.2013 kl. 17:00
Bestu þakkir fyrir innleggin. Mér sýnist Siðmennt gera þau algengu mistök að réttlæta misréttið, af því að þeir fá að taka þátt í því.
Ég er alveg sammála því að best sé að skilja alfarið á milli ríkis og trúarstarfsemi.
Þó er ekkert að því að ríkið bjóði upp á þjónustu, s.s. að hakað sé í reit á skattframtali og dregin af sóknargjöld. En það verður þá að vera viðbótargreiðsla og fyllilega valfrjáls.
Ég tek það fram að fyrir mér er þjóðkirkjan ekkert meira en önnur frjáls félagasamtök og ætti það sama að sjálfsögðu að gilda um hana.
G. Tómas Gunnarsson, 4.5.2013 kl. 06:14
Sammála, mér finnst þetta stórt skref afturábak. Mér finnst að ríkið eigi ekki að taka þátt í svona, þessir söfnuðir eiga að rukka inn sjálfir.
Þannig að fyrir mér er Siðmennt einskonar ... trúarsöfnuður í dag
DoctorE (IP-tala skráð) 7.5.2013 kl. 09:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.