Samdráttur, atvinnuleysi, niðurskurður og vaxandi sundurlyndi

Það eru ekki margar jákvæðar fréttir sem berast frá "Sambandinu" og Eurosvæðinu þessar vikurnar.

Atvinnuleysi heldur áfram að aukast, og hefur nú aukist hvern einast mánuð í að verða tvö ár. Samdrátturinn í suðurhluta "Sambandsins" lætur engan bilbug á sér finna.

Rauði krossinn og önnur hjálparsamtök hafa stóraukið starfsemi sína í S-Evrópu og  sumstaðar verða skólar opnir allt sumarið, svo börn fái að borða.

Samdráttur á Spáni heldur áfram.  Það er langt í frá að séð sé fyrir endann á vandamálum þar.

Lítið miðast áfram í Grikklandi.  Sólin skín og allir vonast eftir góðu ferðamannasumri, en enginn er bjartsýnn á stöðu Grikkja og verkföll og róstur eru daglegt brauð. 

Flestir eru komnir á þá skoðun að Portúgal muni þurfa á frekari aðstoð að halda.

Engin veit nákvæmlega 

Slovenia færist nær bjargbrúninni með hverjum deginum sem líður.  Það verður æ líklegra að ríkið þurfi á aðstoð að hald.

Ýmsir eru farnir að spá því að það styttist í að Ítalíu þurfi sömuleiðis að fara "aðstoðarleiðina".

Efnahagsörðugleikar virðast vera að koma upp á yfirborðið í Hollandi.

Æ fleiri hafa áhyggjur af ótal merkjum um efnahagsörðugleika Frakka. Svo erfið er staðan í ríkisfjármálum Frakklands, að forsetinn hefur lofað að drekka ódýrari vín framvegis og selja eitthvað af þeim dýrari.

Vaxandi úlfúð og vantraust á milli Þýskalands og Frakklands er flestum ljós og fer á stundum niður á persónulegt plan.

Sívaxandi þungi óánægju með "Sambandið" má finna í flestum "meginlöndum" þess.  Vaxandi þungi er kröfu um breytingar á sambandi Bretlands og ESB, og nýstofnaður stjórnmálaflokkur sem hefur það á stefnuskrá sinna að leysa upp euroið (með skipulegum hætti) vekur mikla athygli og virðist njóta nokkurs fylgis.

Ég held að "Sambandið" standi á, eða færist nær, krossgötum.  Þolínmæðin er því sem næst þrotin, og sársaukamarkinu er fyrir löngu náð.

Andstaðan gegn niðurskurði, samdrætti, atvinnuleysi og úrræðaleysi vex dag frá degi.  Andstaðan við vaxandi miðstýringu og samþjöppun valds, vex einnig.

Eitthvað verður undan að láta.

Ég hef enga trú á að "Sambandið" nái að keyra á óbreyttri stefnu lengi enn (hér verður þó að hafa í huga að hjá stóru bákni, gerast breytingar hægt).  Það er flestum ljóst að núverandi stjórnskipan og uppbygging "Sambandsins" getur ekki og er ekki fært um að takast á við vandamálin sem við blasa og breiðast út, land frá landi innan þess.

Aðallega virðist hort til tveggja leiða.

Annars vegar uppbrot Eurosvæðisins, og jafnvel í framhaldi af því aukið vald fært til aðildarlandanna. Aðaláherslan verði lögð á kosti þess að halda innri markaðnum.

Hinsv vegar að stefnan verði sett á sambandsríki, í það minnsta kosti Eurosvæðisins, sem þá myndi þýða "2ja laga Samband" og staða ríkja utan eurosins, óljós og erfið.  Myndun sambandsríkis með öllum ríkjum er einfaldlega ekki valkostur í stöðunni.

Það er alveg ljóst bakvið hvort kostinn "bjúrokratarnir í Brussel" fylkja sér.  Tilveru þeirra enda að hluta til ógnað með fyrri kostinum.

Í bakgrunni nú, eru svo þingkosningar í Þýskalandi í haust.  Ekki er líklegt að nokkrar afdrífaríkar ákvarðanir verði teknar fyrr en að þeim loknum.  Það segir ef til vill meira en margt annað, í hvers kyns öngstræti uppbygging og stjórnun "Sambandsins" er.

En Íslendingar þurfa að horfast í augu við eigin ákvörðun.  Hvert á framhald aðlögunarviðræðna við "Sambandið" að vera?  Þær eru þegar í hægagangi.  Á að halda þeim hægagangi áfram, á að slíta þeim, eða setja þær í bið?

Persónulega er ég þeirrar skoðunar að best sé að slíta þeim.  En ég held að allir verði að horfast í augu við þá staðreynd, að best sé að reyna að byggja upp eins mikla sátt og mögulegt er um þá ákvörðun sem verður tekin.

Það er atriðið sem fráfarandi ríkistjórn brást svo hrapallega í.

Því er það góð hugmynd að ný ríkisstjórn (hver sem hún verður) búi til skýrslu fyrir þjóðina, um það sem hefur gerst í aðlögunarviðræðum Íslands og "Sambandsins" og kynni fyrir Íslendingum.

Það er síðan rökrétt að þjóðin verði spurð hvort að hún vilji ganga í Evrópusambandið og henni verði gert það ljóst að umsókn fylgi ábyrgð.  Ekki sé reiknað með að þjóðir sem ekki vilji ganga í "Sambandið" sæki um aðild.

Ný ríkisstjórn getur heldur ekki (að mínu mati) verið skipuð ráðherrum sem vilja standa í samningaviðræðum, til þess eins að fella samninginn.

Gerum ekki sömu mistökin tvisvar.

 

 

 


mbl.is Enn samdráttur á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband