1.5.2013 | 06:07
Framsóknarflokkurinn á tvo kosti
Það er ekkert sjálfgefið í stjórnmálum. Eins og svo oft hefur verið sagt eru stjórnmál list hins mögulega. Sjaldnast ef nokkurn tíma er stjórnmálamönnum boðið upp á fullkomin kost.
Stundum bjóðast vænlegir kostir, stundum ekki. Stundum verða þeir að velja þann kost sem er "skárstur", stundum "illskárstur".
Valið er nú reyndar ekki svo mikið hjá Framóknarflokknum í þeirri stöðu sem komin er upp í Íslenskum sjtórnmálum.
Framsóknarflokkurinn á tvo kosti.
Sá fyrri og rökréttari er að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Ég segi rökréttari vegna þess að um er að ræða tvo stjórnarandstöðuflokka, sem störfuðu andspænis ríkisstjórn sem setti Evrópumet í fylgistapi. Það ætti að hjálpa til að skýra valið.
En vissulega verður að nást samstarfsgrundvöllur. Það er ekki ólíklegt að stærsta hindrunin verði kosningaloforð Framsóknarflokks, um lausn "skuldavanda heimilanna".
Hinn kostur Framsóknarflokksins er að mynda stjórn til vinstri. Mynda stjórn með Samfylkingu og Vinstri grænum. Það er ekki að efa að hugur margra innan Framsóknarflokksins stendur til slíks samstarfs.
Það sem mælir á móti slíkum ráðahag, er að það lýtur ekki of vel út fyrir sigurvegara í kosningum að lyfta upp til metorða þeim sem kjósendur höfnuðu með jafn afgerandi hætti og raunin varð Samfylkingu og Vinstri græn.
Slíkt samstarf þarf auðvitað samstarfsgrundvöll. Ekki einungis gætu lausn Framsóknarflokks á "skuldavanda heimilanna" valdið missætti, heldur koma til mál s.s. "Sambandsaðild", atvinnustefna, stjórnarskrámálið og mörg fleiri.
Það er hætt við að vinsældir Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra væru fljótar að síga, með Árna Páll eða Össur sem utanríkisráðherra í viðræðum við "Sambandið", og t.d. Steingrím J. sem umherfis og auðlindaráðherra.
Það er líklega ekki hlutskipti sem margir Framsóknarmenn óska flokki sínum og formanni.
Þriðji kosturinn, sem er þó í raun ekki kostur fyrir Framsóknarflokkinn heldur frekar hlutskipti og það ekki gott, væri að enda utan ríkisstjórnar.
En þegar valkvíði gerir vart við sig, er stundum gripið til þess ráðs að kasta hlutkesti eða vinna í stafrófsröð. Það bendir ákvarðanafælni, sem ekki getur talist gott veganesti í ríkisstjórn.
P.S. Ríkisstjórn Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna myndi svo búa við þau vandræði, að samkvæmt skilgreiningu Árna Páls Árnasonar, myndi hún ekki hafa neitt umboð til þess a breyta þjóðfélaginu, þar sem hún væri með undir 50% af atkvæðum á bakvið sig.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:14 | Facebook
Athugasemdir
Hann á líka þann kost að mynda minnihlutastjórn og það tel ég verða ofaná.
Karl Birgis (IP-tala skráð) 1.5.2013 kl. 08:52
Ég tel lítinn vafa á öðru en stjórn Sjálfstæðis og framsóknarmanna. Það sem er í gqngi núna er klækjaspil Sigmundar til að skapa sér trausta samningstöðu gagnvart sjálfstæðismönnum. Hann er búinn að hræða úr þeim líftóruna með því að gefa í skyn að hann sé að hugleiða fleiri kosti svo sjálfstæðismenn munu gefa eftir þau stefnumál sem samræmast ekki framsókn. Það veitir ekki á friðsama samvinnu en er betra en hitt drullumallið á meðan ESB blætið er ekki að þvælast fyrir. Fyrir mér er aðalatriðið að parkera þvi máli aðrar úrlausnir eru tæknilegs eðlis en ekki spurning um fullveldi.
Jón Steinar Ragnarsson, 1.5.2013 kl. 09:38
I fyrsta lagi er betra fyrir Framsókn að vera utanþings en fara i lelegt samstarf og fyrirsjánlegt að na ekki sinum markmiðum ,Siðan er Sjálfstæðið ekki eini kostur og ekki sjálfgefin og mer synast orð Bigrittu stiðja við það með orðum sinum i morgun ,jafnvel minni hluta stjórn .
rhansen, 1.5.2013 kl. 10:50
@Karl. Auðvitað er allt hugsanlegt. Ég er þó ekki viss um að minnihlutastjórn sé góður og raunhæfur kostur fyrir Framsóknarflokkinn. Leyfi mér að efast um að Sjálfstæðisflokkurinn sé reiðubúinn til að tryggja honum líf og að stóla á tvo flokka til að lifa af. Nema að þeirri stjórn sé ætlað takmarkað líf og meiningin sé að kjósa aftur.
Leyfi mér að efast um að Framsóknarflokkurinn kæmi vel út úr minnihlutastjórn.
@Jón. Auðvitað er samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks það sem segja má að komi út úr kjörkössunum. En ekkert er sjálfgefið. En kjósendur hafa ekki mikla þolinmæði og aðgerða er þörf, fyrr en síðar.
@rhansen. Við skulum vona að Framsókn rjúki ekki út af þingi. En að vera utanstjórnar er vissulega möguleiki. En það myndi jú jafngilda því að vinna stríðið en tapa friðnum, ef svo má að orði komast. Að vera utan stjórnar má segja að sé í flestum tilfellum betra en að vera í stjórn, ef hugsa á um fylgi að fjórum árum liðnum. En það er ekki til þess sem leikurinn er gerður.
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki eini kosturinn, en sá augljósasti í stöðunni. Að taka Evrópumethafa í fylgistapi og framlengja stjórnarsetu þeirra, er ekki verulega vænlegur kostur.
Ég hef heldur ekki trú á því að Framsókn færi vel út úr minnihlutastjórn. Ég held að það myndi leiða til annara kosninga innan tíðar.
G. Tómas Gunnarsson, 1.5.2013 kl. 17:30
Er það yfirleitt valkostur fyrir Bjarna Ben að verða eitthvað annað en forsætisráðherra? Myndi ekki allt annað vera bein ávísun á að hann lúti í lægra haldi fyrir Hönnu Birnu á næsta landsfundi? Hann verður að sýna að hann sé leiðtogi, ekki satt? Sannur leiðtogi setur sig ekki undir Sigmund Davíð, er það?
Hin spurningin er: Hvernig getur Sigmundur verið viss um að koma kosningaloforðinu um skuldavandalausnina í framkvæmd nema vera sjálfur forsætisráðherra? Ef hann gefur forsætisráðherrastólinn eftir, hefur hann þá ekki þar með þegar spilað úr höndum sér trausti kjósenda á að loforðið stóra verði efnt? Hann á alla framtíð sína og flokksins undir því að efna þetta loforð, annars er víst að tap Frammó í næstu kosningum verði stærra en tap Sammó núna.
Annar þeirra verður að fara í stjórn með öðrum en hinum til að geta orðið forsætisráðherra.
Kristján G. Arngrímsson, 2.5.2013 kl. 08:20
Forsætisráðherrastóllinn er ekki bara spurning um prestige. Það er á allra vitorði sem Össur benti á um daginn að þeim stól fylgja langmest völd innan ríkisstjórnar. Að vera fjármálaráðherra er eiginlega eins og að vera númer 3; samkvæmt hefðinni er forsætisráðherra er númer eitt og tvö - ef ekki meira.
Kristján G. Arngrímsson, 2.5.2013 kl. 08:40
Sögulega séð er utanríkisráðherra staða númer 2 í ríkisstjórn. En það má færa rök fyrir því að það kunni að hafa breyst með breytingum á ríkisstjórn, fjármálaráðuneyti í vil. Ekki hvað síst vegna þess að efnahagsmál voru færð frá forsætisráðuneytinu.
Persónur spila auðvitað sína rullu, en ég held að enginn myndi segja að Jóhanna Sigurðardóttir hafi skyggt á Steingrím J. Sigfússon, sérstaklega ekki fyrrihluta þess kjörtímabils sem er nýliðið. Ég er ekki viss um að allir myndu skrifa undir að Jóhanna hafi verið valdameiri en Steingrímur, undanfarin 4. ár. (Þú er enda allt ofskynsamur til þess að taka því sem Össur segir, sem heilögum sannleika). En auðvitað er ekki hægt að horfa fram hjá því að forsætisráðherra er yfirmaður ríkisstjórnar og "fremstur á meðal jafningja".
Lykilembætti í því að efna kosningaloforð Framsóknarflokksins er fjármálaráðuneytið.
En báðir flokkar þurfa á því að halda að komast í sterka og góða ríkisstjórn. Forsætiráðuneytið verður ábyggilega bitbein. En Bjarni þarf jafnvel meira á því að halda að komast í ríkisstjórn, en að fá forsætisráðuneytið.
En það er erfitt fyrir bæði Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk að fara og "endurvekja" ríkisstjórnarflokkana sem setti Evrópumet í fylgistapi. En það er vissulega ekki hægt að útiloka þann möguleika.
Sjálfstæðisflokkurinn á reyndar líka möguleika að fara í stjórn með Samfylkingu og Bjartri framtíð, en ég heyri það frá æ fleiri áttum, að sá möguleik standi Framsóknarflokki, varla opinn.
En stór loforð Framsóknarflokksins setja hina flokkana í óþægilega stöðu. En auðvitað á að vera hægt að leysa hana eins og annað.
G. Tómas Gunnarsson, 2.5.2013 kl. 11:29
Nei, Össur er að spila á Sigmund - eða reyna það.
En samspil Jóhönnu og Steingríms var sérstakt. Sé ekki að Bjarni og Sigmundur nái saman á svipuðum nótum. Þau voru svo samstíga í sínu meginbaráttumáli, sem var að halda íhaldinu frá völdum.
Kristján G. Arngrímsson, 2.5.2013 kl. 12:28
Ég ætla ekki að dæma um samspil Jóhönnu og Steingríms, það er að segja hve náið og planað það var.
En hitt finnst mér augljóst, að oft á tíðum, og sérstaklega á fyrri hluta kjörtímabilsins, kom Steingrímur fram sem raunverulegur leiðtogi ríkisstjórnarinnar.
Ef til vill vegna þess að Jóhanna er engin leiðtogi.
En það var Steingrímur sem "talaði við þjóðina" og uppskar fyrir það framan af nokkurn tiltrúnað og traust.
En því glataði hann svo niður fljótlega.
Það er í raun engin spurning í mínum huga, að pólítískt séð áttu Jóhanna og Steingrímur bæði að segja af sér, og kjósa átti að nýju, þegar þau bæði neituðu að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu og þjóðin setti þeim stólinn fyrir dyrnar - i tvígang.
G. Tómas Gunnarsson, 2.5.2013 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.