Það hafa allir mál og fundafrelsi, líka stjórnmálamenn - jafnvel forsetinn getur ekki tekið það af þeim.

Auðvitað hafa allir leyfi til að tala um allt við alla, undir hvaða kringumstæðum sem þeir sjálfir kjósa sér - líka stjórnmálamenn.

Stjórnarmyndunarumboð, er ekkert meira en það og sviftir ekki aðra stjórnmálamenn réttinum til þess að ræða sín á milli eða mynda ríkisstjórn.  Að baki ríkisstjórnar þarf einfaldlega þingmeirihluta.

Að formenn stjórnarflokkana séu gerðir eins og "sendisveinar" út frá Bessastöðum gengur auðvitað upp, eins lengi og formenn stjórnmálaflokkana kjósa að taka þátt í slíku "showi".

Persónulega held ég að kjósendur hafi takmarkaðan áhuga og þolinmæði gagnvart svona "etíkettum". Ég hygg að þeir hafi meiri áhuga á því að formenn stjórnmálaflokkana drífi sig að verki, myndi ríkisstjórn, svo að koma megi ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna í minninguna, ef ekki gleymskuna. 

 


mbl.is Framsókn ekki með „einkaleyfi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Forsætisráðherra hefur ekki mikil völd á pappír og ekki þau formlegu sem skipta mestu máli en þingrofsrétturinn hefur töluvert vægi. Honum verður hinsvegar ekki beitt án atbeina forseta og trúlega líta formennirnir svo á að sá forsætisráðherra verði í sterkari stöðu sem fær stólinn með blessun forseta.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 1.5.2013 kl. 03:41

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er auðvitað mikilvægt að hægt sé að vinna að málum í sem mestri og víðtækastri sátt við alla - líka forsetann.

En Forsætisráðuneytið missti mikið af verkefnum (völdum) í uppstokkun núverandi stjórnar, þó að vissulega sé litið á Forsætisráðherra sem fremstan á meðal jafningja.  En ég held að enginn myndi halda því fram að Jóhanna Sigurðardóttir hafi skyggt á Steingrím J. Sigfússon.  En ríkisstjórn mun vera í sögubókunum sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.

Það er vissulega gott fyrir stjórnmálamenn að hafa forseta með sér, en þeir mega ekki líta á sig sem "hirðmenn konungs".

G. Tómas Gunnarsson, 1.5.2013 kl. 04:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband