Meginlínur komnar, en spennan er samt til staðar. Hver verður stærsti flokkurinn?

Það virðist allt bend til þess að meginlínur séu komnar, en samt er ýmislegt sem heldur spennunni lifandi.  

Hvor verður stærsti flokkur Íslands, Sjálfstæðisflokkur eða Framsóknarflokkur?  Er möguleiki á því að Vinstri græn verði stærri en Samfylkingin?

Framsóknarflokkurinn er öruggur með góðan kosningasigur, en engan veginn með að vera stærsti flokkurinn eins og lengi leit út fyrir.

Fátt virðist vinna með Samfylingunni, innbyrðis kítur enda áberandi og ekki hægt að segja að stemmingin fylgi flokknum.  Vinstri græn virðast hins vegar heldur hafa fundið viðspyrnu og sækja fram. Það er ólíklegt að þau nái að verða stærri sen Samfylkingin, en slíkt gæti þó skeð.

Þannig virðstast Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur vera í kingum 50% "hólfi", Samfylkingin, Vinstri græn, Björt framtíð og Píratar eru í kringum 40% "hólfi" og fast að 10% gætu fallið ónýtt.

Það verður hart barist til að ná í þau 10% þá tvo daga sem eru fram að kosningum.  Þar stendur 40% hólfið líklega mun sterkar að vígi.

En auðvitað er þessi skipting veruleg einföldnu og fylgishreyfingarnar líklega mun flóknari en svo. 

Eina tveggja flokka stjórnin sem þessi niðurstaða byði upp á væri Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur.

En mér þætti stjórn Framsóknarflokks, Vinstri grænna og Samfylkingar alls ekki ólíkleg og raunar að mörgu leyti líklegri en stjórn D og B.

Nú er mikið talað um stjórn Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar.  Það þykir mér ólíkleg niðurstaða.  

En aldrei að segja aldrei.  Það er alveg ljóst að flokkarnir vilja allir komast í ríkissjtórn.  Til þess að leikurinn gerður.  

Það er allt til umræðu og ekkert sem er ekki umsemjanlegt.  Auðvitað er þetta og hitt sagt fyrir kosningar og flokkarnir reyna að skapa sér stöðu, en reynslan sýnir að eftir kosningar eru allir til í allt með öllum.

 

 


mbl.is Mælast svipað stórir í könnun MMR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband