Kjósendur ráða. Leggjum ekki óþarfa takmarkanir á lýðræðið

Persónulega tel ég að allir ættu að vera kjörgengir til Alþingis, óháð eldri refsidómum.  Eðlilegra væri að mínu mati að leggja mörkin til dæmis við óafplánaða refsidóma.

Það sest engin á þing nema hafa til  þess tilskilinn stuðning kjósenda.  Ef kjósendur eru tilbúnir til að líta fram hjá refsidómu, og vilja fá viðkomandi sem sinn fulltrúa, á ekki að leggja steina í götu þeirra.

Hitt er svo hvort að rétt væri að tryggja að kjósendur hefðu allar þær upplýsingar sem þeir vilja um refsidóma þeirra sem eru í framboði.  Að allt sé uppi á borðinu og gegnsætt.

Það mætti til dæmis hugsa sér að allir frambjóðendur yrðu að skila inn sakavottorði, eða undirrita skjal sem heimilaði yfirkjörstjórn að sækja það.

Það yrði síðan birt t.d. á vef yfirkjörstjórnar.

En það er engin ástæða til að svifta þá kjörgengi, sem hafa  hlotið dóma, ef til vill fyrir mörgum árum.  


mbl.is Óflekkað mannorð þarf á þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Það sest engin á þing nema hafa til  þess tilskilinn stuðning kjósenda."

 Uhm, þetta er nú ekkert rétt hjá þér...

Þegar þú kýst ert þú að kjósa FLOKK, ekki fólk! Þú ræður engu um það hvaða einstaklingar innan flokksins komast inn á þing...

Sveinn Dagur Rafnsson (IP-tala skráð) 25.4.2013 kl. 10:58

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þú veist það fyrirfram hverjir eru á lista/listum fyrir flokkinn og átt líklega auðvelt með að hætta við að greiða flokknum atkvæði, ef þeir líkar ekki hvernig hann stendur að uppstillingu, eða hvaða frambjóðendur hann er með.

Þú ert ekki að kjósa flokkinn, heldur þá einstaklinga sem hann býður fram.  Þeir eiga þingsætið, það er heldur ekki hægt að lita fram hjá því, eins og sást margoft á því kjörtímabili sem er að ljúka.

G. Tómas Gunnarsson, 25.4.2013 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband