Ekki gefið að niðurstaða fáist

Það voru margir sem fögnuðu fyrirhuguðum fríverslunarsamningi á milli Bandaríkjanna og "Sambandsins".  Enda engin ástæða til annars.

En það er heldur engin ástæða til að ætla að það verði auðvelt viðfangsefni, eða að það taki stuttan tíma.  Það er meira að segja engin ástæða til þess að gefa sér að niðurstaða fáist.  Ekki frekar en í nokkrum öðrum samningaviðræðum.

En það er sjálfsagt að vona það besta.  En líklega koma æ fleiri skilyrði upp á borðið.  Það er heldur ekki ólíklegt að Frakklanda verði þar í fararbroddi.

Það þarf ekki flókin útreikning til þess að sjá að ef hvert ríki "Sambandsins" kæmi með nokkur af sínum "hagsmunamálum" eins og Frakkland, er óþarfi að hefja umræðurnar.

Hvað þá ef ríki Bandaríkjanna færu að koma með álíka kröfur.

Fríverslunarsamningar á milli stórra aðila eru  eðlilega gríðarlega flóknir, og enn flóknari vegna uppbyggingar nútíma viðskipta og iðnaðar.  

Fríverslunarsamningur á milli Kanada og "Sambandsins" hefur verið býsna lengi í vinnslu.  Enn stendur ýmislegt út af borðinu.  Meðal annars hafa viðskipti með bíla verið deiluefni.  Ekki hvað síst eftir því sem heyrst hefur, hvenær bíll er Kanadísk framleiðsla og hvenær ekki.

Ennfremur eru viðskipti með bæði nautakjöt og  svínakjöt deiluefni (hljómar kunnuglega, eða hvað?), Ekki hefur heldur náðst samkomulag um fjármálaþjónustu og lyf (þar hefur Kanada ekki viljað fallast á kröfur "Sambandsins um lengingu á "patentum" lyfjafyrirtækja).

Nú eru tvíhliða fríversunarsamningar aftur uppi á borðum um allan heim.

Það er tvímælalaust tækifæri fyrir ríki eins og Ísland.  Fríverslundarsamningurinn við Kína er góð byrjun og nú ættu Íslensk stjórnvöld að marka stefnuna fram á við.  Ekki loka sig inni í stóru bandalagi eins og "Sambandinu".

P.S.  Þess má geta hér að Ísland hefur hefur í nokkur ár haft fríverslunarsamning við Kanada i gegnum EFTA 

 


mbl.is Fleiri frönsk skilyrði fyrir fríverslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband