23.4.2013 | 07:34
Að sitja og standa við borðið - eins og þeim er sagt
Auðvitað hefur Kýpur "sæti við borðið". Þar sitja þeir og standa eins og þeim er sagt, eða fara ella. Auðvitað er öllum það ljóst (sem vilja vera það ljóst) að hagsmunir smáríkis eins og Kýpur eru ekki teknir framyfir hagsmuni stærri þjóða, Eurosvæðisins, eða "Sambandsins" alls.
Er það ekki það sem eðlilegt má teljast?
Vissulega. Það er ekkert óeðlilegt við að hagsmunir þeirra stærri njóti forgangs. Að hagsmunir margra séu teknir framyfir hagsmuni færri.
Og það er einmitt það sem gerir það svo hættulegt fyrir smáa aðila að leggja hagsmuni sína í "púkk" með stærri aðilum.
Því eins og gamla máltækið segir: Ríki eiga ekki vini, þau eiga hagsmuni.
Þessu eru Kýpurbúar að kynnast nú, eins og margir aðrir á undan þeim.
Þegar glatt er á hjalla og vín glóir á skál, eru haldnar ræður um áhrif og völd smáríkja innan "Sambandsins".
En þegar vandræðin hellast yfir og fátt er til bjargar, komast smáríkin að þau eru lokuð inn í hálfbyggðu eurohúsinu og eiga fárra kosta völ.
Nema að sitja þæg og undirgefin við borðið.
Segir Kýpur hafa verið beitt þvingunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.