19.4.2013 | 06:01
Hótanir Evrópusambandsins eru ekki nýjar af nálinni
Það er ekkert nýtt að Evrópusambandið hóti Íslendingum í makríldeilunni. Auðvitað finnst þeim ótrúlegt að strandríki skuli standa fast á rétti sínum til að veiða þá stofna sem leita inn í lögsögu þess og nýtir þar fæðu.
Þeim finnst sjálfsagt að refsa fyrir slíka uppivöðslusemi.
Auðvitað er ekki til nein ein sjálfsögð leið til að taka á þeim vandamálum sem koma upp þegar fiskistofnar breyta hegðun sinni.
Engin veit hvers vegna, engin veit hvað lengi breytingin varir eða hvort að hún gengur til baka á fáeinum árum. Gæti stofninn jafnvel tekið enn breytta stefnu?
Það gætu orðið miklar breytingar á fiskgengd á næstu áratugum. Sumar Íslendingum hagkvæmar aðrar ekki. En það er ljóst að það er meira áríðandi en oft áður að Íslendingar hafi full yfirráð yfir fisveiðilögsögu sinni.
Íslendingar eiga ekki og geta ekki látið stjórnast af hótunum, heldur verða að láta eigin hagsmuni ráða för.
Viðskiptaþvinganir enn á borðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.