18.4.2013 | 17:37
Fylgið á fleygiferð fram að kjördag? Sjálfstæðisflokkurinn orðinn stærsti flokkurinn
Þó að tölurnar í þessari könnun MMR séu nokkuð ólíkar þeim sem voru í könnun Fréttablaðsins/Stöðvar2, þá sýna þessar kannanir báðar sömu tilhneyginguna. Fylgið er á ferðinni og það er á leiðinni "heim".
Stærstu fréttirnar eru þær að Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn stærsti flokkurinn. Ef hann nær að halda dampi, ætti hann að geta siglt vel yfir 30% múrinn, en staðan er opin. Líklega gera æ fleiri kjósendur sér ljóst að það eina sem getur hindrað vinstri stjórn næstu 4. árin, er að Sjálfstæðisflokkur njóti sterkrar stöðu.
Framsóknarflokkurinn lætur undan síga. Samt er ekkert sem bendir til annars en að flokkurinn vinni stóran og eftirminnilegan sigur. Bara ekki jafn stóran og leit út fyrir. Auðvitað munu margir vilja túlka þetta sem ósigur fyrir flokkinn, en það er ekki sanngjarnt.
Það virðist einnig sem að fylgið leiti "heim" til Samfylkingar og Vinstri grænna. Það þýðir að fylgi Bjartrar framtíðar og Pírata minnkar og "litlu" framboðin skreppa enn frekar saman.
Ná 6 flokkar inn á þing? Flest bendir til þess, en ef sama þróun heldur áfram gætu bæði Björt framtíð og Píratar sigið undir 5% markið. Perónulega held ég að Björt framtíð sé þar í meiri hættu en Píratar. Píratar hafa meira "orginialtet" með sér. En þarna getur orðið stutt á milli feigs og ófeigs.
Og þetta getur haft mikil áhrif á fjölda þingsæta. Flokkur sem endar með 4.9% eða svo, er með mikinn fjölda atkvæða sem falla dauð. Spurning hvaða áhrif hræðsla um slíkt hefur á endasprettinum og hvað grimmt flokkarnir keyra á það?
Verður taktík Samfylkingar t.d. að stór hætta sé á því að atkvæði greitt Bjartri framtíð falli dautt?
Nú er að hefjast endasprettur kosningabaráttunnar. Það er oft haft að orði að vika sé langur tími í pólítík. Líklega verður það raunin nú sem oft áður.
Ég held að það sé langt frá því að fylgið sé "sest" og framundan sé spennandi vika.
Hér er svo niðurstaðan úr könnun MMR.
Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:40 | Facebook
Athugasemdir
"Valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR". Þetta er ekki könnun því þá þarf að beita slembiúrtaki en ekki velja vini og vandamenn MMR. Engin áreiðanleiki í þessari mælingu.
Þórður (IP-tala skráð) 18.4.2013 kl. 17:49
Ég ætla ekki að fara að verja eða rökræða um aðferðafræði MMR eða Gallup. Bæði fyrirtækin nota svipaða aðferðafræði og kannanir þeirra hafa farið nokkuð nærri sannleikanum.
Hins vegar eru skoðanakannanir alltaf skoðanakannanir. Um það verður varla deilt.
Það er líka staðreynd, að þó að skoðanakannanir undanfarinna vikna hafi haft sumpart ólíkar tölur, hafa "megintrend" í þeim að mestu verið þau sömu.
Ég held að það sé því staðreynd að þessar kannanir eru að gefa mjög góðar vísbendingar um það sem er að gerast.
En engin þarf, eða á að taka skoðanakönnunum sem niðurstöðu, í einu eða neinu.
G. Tómas Gunnarsson, 18.4.2013 kl. 18:02
Sæll Tómas, gæti spilað inn í að MMR kannar bara hjá 67 ára og yngri en ég held að Gallup sé ekki með aldursþak í sínum könnunum, og það er talsvert stór hópur kjósenda sem er eldri en 67 ára og sá hópur er sennileg frekar fastur fyrir í sinni afstöðu.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 18.4.2013 kl. 21:30
Það er fullt af hlutum sem geta spilað inn í. Mér finnst þó áberandi að þó að allar þessar kannanir sýni aðeins örlítið mismunandi tölur, þá sýna þær allar sama "trendið".
Megin "trendið" er að fylgið er á leið "heim".
Þess vegna er það mín skoðun að það skipti míklu máli í hvenær könnunin er tekin. MMR er "nýjasta" könnunin og því líklegt að "trendið" sé lengra komið þar.
En skoðanakannanir eru auðvitað eitthvað sem aldrei er hægt raunverulega að sannreyna.
Séu þær verulega frábrugðnar þeim úrslitum sem koma á kjördag, er erfitt að fullyrða hvort að breytingar hafi átt sér stað, eða könnunin verið "röng".
Persónulega lít ég svo á að aldrei eigi að taka skoðanakannanir nema sem vísbendingar. En mér finnst "trendið" sem er að koma úr könnunum núna, frekar skýrt.
G. Tómas Gunnarsson, 19.4.2013 kl. 04:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.