17.4.2013 | 19:49
Fylgið leitar heim í heiðardalinn...... Framsókn tapar 25% frá sambærilegri könnun.
Það er tvennt sem vekur athygli í þessari könnun, svona við fyrstu sýn.
Framsóknarflokkurinn tapa um það bil 25% frá síðustu könnun Fréttablaðsins/Stöðvar2 og að Samfylkingin bætir við sig í nokkuð sama hlutfalli og Björt framtíð lætur undan síga.
Fylgið leitar heim í heiðardalinn.
Reyndar held ég að fylgi Framsóknarflokksins hafi reyndar verið nokkuð ýkt í 40%. en það er önnur saga. Hvort þetta er fyrsta skrefið í frekara fylgistapi Framsóknarflokks er erfitt að spá um. Næstu kannanir gefa líklega frekari vísbendingar um það.
Það verður sömuleiðis áhugavert að sjá hvort að fylgisblaðra er endanlega sprungin hjá Bjartri framtíð og leitar aftur heim til Samfylkingar.
Að mælast undir 7% á þessu stig kosningabaráttunnar er ótvírætt veikleikamerki hjá Bjartri framtíð. Ef það stoppar ekki er ekki víst að flokkurinn nái inn á þing.
Bendir til að "Hálsaskógarpólítítíkin" nái ekki að gera sig alla leið í kjörklefann.
Ég skrifa meira um þessa könnun á morgun.. hún er í marga staði athygliverð.
Sjálfstæðisflokkur bætir við sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er raunverulegur möguleiki að Píratar og BF detti niður fyrir 5% og þá verður hinn eini sanni fjórflokkur á þinginu.
Sleggjan og Hvellurinn, 17.4.2013 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.