17.4.2013 | 17:55
Engin skortur á ástæðum fyrir Samfylkingarfólk að skammast sín fyrir flokkinn sinn?
Ég er reyndar ekki Samfylkingarmaður og verð líklega aldrei. En ég kannast við býsna marga af þeim. Og margir þeirra hafa ekki verið í neinum vandræðum með að finna ástæður fyrir því að skammast sín fyrir flokkinn sínn.
Þar virðist hver höndin vera svo á móti annari, að líklega myndi Össur orða það svo að Samfylkingin væri ekki stjórntæk.
En auðvitað eru skoðanir mismunandi, og þó að það hafi aldrei hvarflað að mér eina einustu mínútu að greiða Samfylkingunni það atkvæði sem ég greiddi í morgun, þá er ég ánægður með það skref sem stigið er með fríverslunarsamningi við Kína - með þeim fyrirvara að ég hef ekki lesið samningin, aðeins heyrt af honum.
En hví gerum við fríverslunarsamning við einræðisríki, þar sem mannréttindi eru þverbrotin?
Má þá ekki alveg eins spyrja hvers vegna við stöndum yfirleitt í viðskiptum við einræðisríki? Hvers vegna banna Íslendingar ekki innflutning á vörum frá Kína og útflutning á vörum þangað?
Hvers vegna fluttum við Íslendingar inn vörur frá Sovétríkjunum og fluttum út vörur þangað?
Vegna þess að það hentaði hagsmunum okkar?
Perónulega er ég fylgjandi frjálsum viðskipim, eins og mögulegt er. Persónulega er ég á móti einræðis og kommúnistastjórnum eins og í Kína.
Getur þetta tvennt farið saman?
Já og nei. Persónulega hef ég ekki trú á því að eingangrun ríkja knýji á um breytingar hjá þeim.
Ég hef meiri trú á því að milliríkjaviðskpti færi með sér framfarir, bæði efnahagslega og á mannréttindasviðinu.
Ég hef ekki gefið sitjandi ríkisstjórn margar plúsa í kladdann. En fríverslunarsamningur við Kína fær plús i kladdann frá mér.
Þetta er vissulega hlutur sem var byrjað á að fyrrverandi ríkisstjórn, en núverandi ríkistjórn á þakkir skildar fyrir að ljúka málinu.
P.S. Hvernig þessi samningur samræmist stefnu Samfylkingar að ganga í ESB, er svo annað mál. Ef til vill er þetta staðfesting þess að Samfylkingin er orðin úrkula vonar um að Ísland gangi nokkurn tíma í "Sambandið".
Vonandi væir það það upphaf að því að Samfylkingin færi að horfast í augu við staðreyndir. Um það bil 10% fylgi getur oft gert kraftaverk í þeim efnum.
Skammast sín fyrir flokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.