Full yfirráð yfir fiskveiðilögsögunni eru Íslendingum nauðsyn

Það munar um minna en 60 milljarða.  Ekki aðeins er verið að tala um veltu og verðmæti, heldur útflutningsverðmæti.

Það er er Íslendingum lífsnauðsyn að hafa full og óskoruð yfirráð yfir sinni eigin fiskveiðilögsögu.  Það er réttur sem er fráleitt að gefa eftir.

Líklega hefur það sjáldan verið mikilvægara en einmitt núna.  Hugsanlegar breytingar á hita sjávar og hafstraumum geta haft miklar áhrif á gengd fiskistofna í kringum Íslands.  Sumar Íslendingum til hagsbóta, aðrar geta haft neikvæðar afleiðingar.

En Íslendingar mega ekki við því að nýjar tegundir sæki á Íslandsmið og sæki í fæðu, en Íslendingar geti ekki veitt þær.

Réttur Íslendinga sem strandþjóðar er því ekki eitthvað sem hugsanlega má semja í burtu. Íslendingar verða að halda í yfirráð yfir fiskveiðilögsögunni  og fara sjálfir með forræði í öllum samningaviðræðum þeim að lútandi.

Íslendingar hafa haldið vel á málum í makríldeilunni.  Tekið sér eðlilegan kvóta en minnkað hann í samræmi við ráðgjöf hvað varðar heildarveiðar.  

En hér er engin ástæða til að gefa eftir.

Og auðvitað ætti enginn að hugleiða að gefa yfirstjórn fiskveiðilögsögunnar í hendur erlends valds.

 


mbl.is 60 milljarðar úr makríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Tómas, Það væri hollt fyrir Íslendinga að gera sér grein fyrir því hvaða fólk það var sem barðist fyrir þessari stöðu okkar, það fólk er flest ef ekki allt allt gengið á vit feðra sinna og það væri þjóðarskömm og óvirðing við minningu þeirra að láta frá okkur aftur.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 17.4.2013 kl. 11:52

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

þú minnist á góðan punkt Kristján.

En ef til vill er enn meira við hæfi að minnast á þá kröfu margra að við skilum landinu til komandi kynslóða í sama eða betra ásigkomulagi og við tókum við því.

Hvernig ætlar sú "kynslóð" Íslendinga sem nú fer með völdin, að verja það fyrir komandi kynslóðum, að völdin yfir fiskeiðilögsögunni, hafi verið seld úr landi?

G. Tómas Gunnarsson, 17.4.2013 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband