17.4.2013 | 10:33
Búinn að kjósa
Þá er ég búinn að kjósa. Skellti mér til ræðismannsins í morgun og svo á pósthúsið. Létt verk og ánægjulegt.
Það er rétt að nota þetta tækifæri til þess að hvetja alla til þess að kjósa. Auðvitað að kjósa rétt, en umfram allt að kjósa.
Rétturinn til þess að kjósa er ekki sjálfgefinn og því eiga menn að nota hann. Ef enginn flokkur finnst sem telst verður atkvæðisins, er samt rétt að mæta á kjörstað og skila auðu.
Ekki sitja heima.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.