12.4.2013 | 08:30
Frábær frammistaða Bjarna Benediktssonar, en ...
Ég var að enda við að horfa á viðtal RUV við Bjarna Benediktsson. Ég verð að segja að mér þótti hann standa sig afar vel.
En tíðindin eru stór.
Ég man ekki eftir því að leiðtogi stjórnmálaflokks hafi talað um það að hugsanlega muni hann segja af sér á næstu dögum, þegar u.þ.b. 2. vikur eru til kosninga.
Persónulega finnst mér það ekki traustleikamerki, hvorki fyrir formanninn eða flokkinn. Persónulega finnst mér það ekki gera það meira aðlaðandi fyrir mig eða nokkurn annan að kjósa viðkomandi flokk.
Persónulega finnst mér ólíklegt að það leiði til þess að aðrir stjórnmálaflokkar fái aukin áhuga á því að starfa með flokki sem þannig er ástatt um.
Rök á móti því eru þó að auðvitað er það sem talið er upp úr kjörkössunum sem skiptir mestu máli þegar kemur að stjórnarmyndun.
Persónulega finnst mér eins og stigið hafi verið út á braut sem hefði ekki átt að stíga út á, en engin leið sé að snúa af.
Verður það sem stendur upp úr þessari kosningabaráttu, að tekist hafi með sífelldum árásum og skoðanakönnun að fá formann Sjálfstæðisflokksins til að segja af sér?
Á Bjarni Benediktsson einhverja leið til baka eftir þetta viðtal?
Á Sjálfstæðisflokkurinn leið til baka?
Eiga Íslendingar einhverja leið til þess að komast hjá vinstri stjórn?
Ég útiloka ekkert | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já ég held að Bjarni Benediktsson eigi einmitt leið til baka, þetta viðtal var eitt af því. Tek fram að ég styð ekki þennan flokk, en mér er löngu farið að ofbjóða þessi aðaför að formanninnum. Ætli varaformaðurinn sitji ekki til hliðar og makki um þetta óviðfeldna mál. Mér segir svo sagan að fólkið muni standa með Bjarna þegar upp er staðið og fara gegn Hönnu Birnu.
Það var svakalegt að hlusta á stjórnendur eyða helmingi þáttarins í að reyna að fá hann til að segja af sér í beinni útsendingu.
Ég veit ekki með aðra en ég segi fyrir mig þessi aðför er viðbjóður og þeir sem að henni standa Hanna Birna m.a. eru ekki þeir kandidatar sem ég vil sjá á alþingi, afæturnar sem bíða meðan verið er að slátra aðaldýrinu og aðferðirnar eru ógeðslegar svo ekki sé meira sagt. Skoðanakönnun þar sem ráðist er á afar ósmekklegan hátt að formanninum. Hversu lágt getum við lagst í svívirðunni?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2013 kl. 09:12
Hann víki tafarlaust við viljum ekki glæpamenn á þing!
Sigurður Haraldsson, 12.4.2013 kl. 10:25
Ég velti því fyrir mér, á Bjarni leið til baka. Þegar leiðtogi segist hugsa um að segja af sér, er erfitt að halda tiltrú.
Auðivitað er skoðankönnunin ekki tilviljun, né tilviljun að hún birtist sama dag og vitað var að Bjarni yrði í leiðtogaviðtali hjá RUV.
Svona aðfarir geta hæglega hitt þá fyrir sem beita þeim, ég er sammála því.
@Sigurður. Persónulega er mér ekki kunnugt um að Bjarni Benediktsson hafi framið neina glæpi eða gerst brotlegur við lög.
En það er einmitt málið að það er fullt af fólki, eins og þér sem telur sig geta fullyrt það, án þess þó að hafa nokkuð til að bakka upp fullyrðingar sínar.
Slíkar fullyrðingar án nokkurs rökstuðnings, er ekki neinn glæpur, eingöngu ómerkileg framkoma.
G. Tómas Gunnarsson, 12.4.2013 kl. 10:59
Forystumenn D um landið eru nú þegar farnir að lýsa yfir samstöðu með Bjarna Ben. Það væri ekki til góðs fyrir Sjálfstæðisflokkinn að skipta um formanninn núna í miðri ánni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2013 kl. 12:11
Ég er sammála Ásthildi í sínum báðum innleggjum.
Ég tel það vera rannsóknarefni athafnir og hegðun þáttaspyrla á RÚV. Því eru aðrir flokksformenn ekki spurðir sömu spurninga vegna minnkandi fylgi þeirra flokka.
Eggert Guðmundsson, 12.4.2013 kl. 14:03
Það er í raun einfalt að svara því. Bjarni Benediktsson, Árni Páll Árnson og Katrín Jakobsdóttir eru öll í þeirri stöðu að flokkar þeirra eru að fara halloka í skoðanakönnunum.
En Bjarni Benediktsson er einn um þá staðreynd að birt hafi verið skoðanakönnun um hvort flokkurinn sem hann stýrir njóti meira eða minna fylgis með hann eða varaformann flokksins við stjórnvölinn.
Það var aðalfrétt dagsins í gær, og í raun ein stærsta frétt kosningabaráttunnar fram að þessu. Það er því engin ástæða til þess að gera framgöngu RUV tortyggilega í akkúrat þessu máli. Þar er mun eðlilegra að velta fyrir sér hlutverki Viðskiptablaðsins.
G. Tómas Gunnarsson, 12.4.2013 kl. 14:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.