Engin þjóð hefur hagnast eins á euroinu og eurokrísunni og Þjóðverjar

Auðvitað er hvatinn til þess að halda í það sem er sterkur.  Þannig vildi meirihluta Þjóðverja halda í markið og Kohl varð að taka sér svo gott sem einræðisvalld til þess að ákveða að Þjóðverjar tækju upp euro.

Þannig er saga "Sambandsins" og eurosins, því sem næst samfelld saga lýðræðishalla og valdbeitingar stjórnmálastéttarinnar.

En euroið hefur að flestu leyti reynst Þjóðverjum vel.

Engin þjóð hefur hagnast eins af euroinu og eurokrísunni og Þjóðverjar.

Það má segja að euroið sifelli gjaldmiðil Þýskalands.  Með því að tengja hann við efnahag margra veikari ríkja, hafa Þjóðverjar tryggt að hann nær aldrei þeim hæðum sem gjaldmiðill þeirra sjálfra myndi gera.

Það hefur styrkt samkeppnisstöðu þeirra svo um munar.  Atvinnuleysi er enda með því lægsta sem þekkist í "Sambandinu" í Þýskalandi.

Viðskiptajöfnuður þeirra er í slíkum plús, að sem hlutfall af landsframleiðslu er hann með því hæsta sem þekkist.  Á síðastliðnu ári minnir mig að hann hafi verið í u.þ.b. 7% í plús.

Ýnsir aðilar hafa reiknað út að sjálfstæður gjaldmiðill Þýskalands yrði fast að 30% sterkari en euroið er nú.  Það myndi auðvitað hafa neikvæð áhrif á efnahag og viðskiptajöfnuð Þýskalands, en jákvæð áhrif á efnahag margra annara landa.

Fjármagnsflótti frá "jaðarríkjunum" hefur sömuleiðis keyrt niður vaxtakostnað Þýska ríkisins, þegar fjárfestar flýja í öryggið í norðri, og erlendir aðilar kaupa skuldabréf í euroum, til þess að halda verði þess uppi

Það er að mörgu leyti vandi eurosins í hnotskurn.   Það er þess vegna sem talað er um að Þýskalands verði að sætta sig við að taka meiri ábyrgð á og veita meiri aðstoð við skuldir "jaðarríkjanna", eða að Þýskaland verði sjálft að yfirgefa eurosamstarfið.

En eurokrísan hefur aldrei verið leyst, og því miður bendir ekkert til þess að hún leysist á næstunni.

Látið ekki blekkjast þó að Össur komi í fjölmiðla og lýsi því enn og aftur yfir að nú stefni allt upp á við og "Sambandið" og euroið sé sterkarar en nokkru sinni fyrr. 

 


mbl.is Meirihluti Þjóðverja vill halda í evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Getur ekki verið að Þjóðverjar séu bara betri kaupsýslumenn en aðrir? (Frekar en að þetta hafi eitthvað með evruna að gera, meina ég). Samanber efnahagsundrið eftir stríð.

Kristján G. Arngrímsson, 10.4.2013 kl. 21:31

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þjóðverjar eru hörkuduglegir og útsjónarsamir kaupsýslumenn og jafnvel enn frekar iðnrekendur.  Það verður aldrei af þeim tekið.

En því er oft gleymt að "wirtschaftwunder", byggðist líka að stórum hluta á utanaðkomandi hjálp.  V-Þjóðverjar fengu mikla hjálp í upphafi, en ég segi það ekki til þess að gera lítið úr uppbyggingu þeirra, heldur er rétt að halda til haga staðreyndum.

Það á líka við núna, að við þeim blasti stórt verkefni, sem var sameining Þýskalands.  Það var erfitt og kostnaðarsamt.

En það þýddi m.a., að eftir að euroið kom til sögunnar voru vextir til dæmis um langa hríð allt of lágir fyrir önnur lönd eurosins, sem glímdu við allt önnur vandamál en Þjóðverjar.  Þar urðu raunvextir oft neikvæðir, kynntu undir húsnæðisbólur o.s.frv.

Auðvitað er ekkert óeðlilegt að stefnan taki mið af stóru löndunum.  En það sýnir að "ein stærð fyrir alla" hentar ekki, nema þeir smærri aðlagi sig að þeim stóru og lúti í raun valdi þeirra og fordæmi.

Svo þarf líka oft að millifæra fé, ef um "náið" samband er að ræða.  Til að halda jafnvægi í því.

Það er ekki lengra síðan en í byrjun 6. áratugarins að Grikkir gáfu Þjóðverjum upp skuldir.  Er það ekki merkileg staðreynd?

En svo má líka velta upp þeirri spurningu, í framhaldi af athugasemd þinni:  Þurfa þá allar þjóðir að vera jafngóðir, eða betri kaupsýslumenn og Þjóðverjar til þess að "blómstra" með euro?

G. Tómas Gunnarsson, 11.4.2013 kl. 04:39

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Áttu við að ef Grikkir, Spánverjar, Portúgalar og fleiri ríki sem nú eru í djúpum skít hefðu EKKI tekið upp evru væri þar núna allt í sóma?

Kristján G. Arngrímsson, 11.4.2013 kl. 06:21

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ég efast um að allt væri í himnalagi hjá Grikkjum, Spánverjum, Portúgölum og fleiri þjóðum (eins og þú nefnir það), þó að þar hefði ekki verið tekið upp euro.

En það er margt sem bendir til þess að hlutirnir hefðu þróast á annan og betri veg en þeir gerðu.

Lánstraust þessara þjóða hefði aldrei verið lyft á þann máta sem varð.  Því er ólíklegt (en ekki ómögulegt) að þjóðirnar hefðu náð að safna eins miklum skuldum og raun ber vitni.  Þó ber að hafa í huga, að Spánverjar voru í sjálfu sér ekki svo skuldugir fyrir kreppu.

Hefðu þessar þjóðir ekki verið með euro, er afar ólíklegt að raunvextir hefðu verið hafðir neikvæðir um langa hríð.  Því hefðu húsnæðisbólur aldrei orðið neitt viðlíka og varð raunin.

Síðast, en alls ekki síst, er sú staðreynd að hefði þjóðirnar haft sinn eigin gjaldmiðil, hefði þeim verið "refsað" fyrir lifandi löngu og gjaldmiðlar þeirra hefðu sigið.  

Það hefði haft í för með sér að þeir hefðu haldið samkeppnishæfi sínu mikið betur en nú er raunin, viðskiptajöfnuður þeirra hefði aldrei orðið jafn óhagstæður, og svo framvegis.

Uppgangurinn hefði líklega aldrei orðið jafn mikill, en árekstur þeirra á vegginn, heldur ekki neitt í líkingu við það sem varð.

Og af því að við vorum nú að ræða kraft og dugnað Þýskra kaupsýslu og iðnaðarjöfra, hvað heldur þú að valdi því að Volkswagen rekur að því að ég best veit, verksmiðjur um allan heim, með miklum sóma, nema á Spáni.  Þar gengur allt á afturfótunum og talað er um að verði ekki viðsnúningur fljótlega verði þeim lokað.

Meira að segja Þýska "wirtschaftwunderið" dugar ekki þar, eða hvað?

G. Tómas Gunnarsson, 11.4.2013 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband