6.4.2013 | 05:36
Ósjálfráð skrif blaðamanns?
Þegar ég renndi yfir viðtalið í gær, fannst mér strax augljóst að það hafði verið skrifrað í neikvæðum tilgangi, hvað varðar Sigmund Davíð og Framsóknarflokkinn.
Þegar það bætist við að hvar sem ég hef heyrt viðkomandi blaðamann tala, hefur mér þótt augljóst að hún sé stuðningskona Samfylkingarinnar, þá varð myndin sem viðtalið gaf mér sem lesanda frekar ógeðfelld.
Ekki af Sigmundi Davíð, heldur blaðamennskunni og Fréttatímanum.
En það eru skrýtnir tímar í Íslenskum stjórnmálum og líklegt að ýmsar örvæntingarfullar tilraunir til að höggva í fylgi Framsóknar sjái dagsins ljós.
Það er eðililegt, en ég vona að þó að þær verði örvæntingarfullar verði þær með heiðarlegra yfirbragði en þessi.
Blaðakonan fullyrðir að hún hafi ekki haft neitt neikvætt í huga, það verður þá líklega að draga þá ályktun að um ósjálfráð skrif hafi verið að ræða.
Og þar sem hún er ritstjóri, þá er líklega engin sem getur stoppað það að viðtalið birtist.
En ég er sammála þeim sem segja að viðtalið muni líklega hafa þveröfug áhrif miðað við hvað var lagt upp með.
Ég hygg að svona vinnubrögð muni styrkja bæði Sigmund Davíð og Framsóknarflokkinn í hugum almennings.
Þannig virðist það leggjast nokkuð upp í þessari kosningabaráttu, jafnvel árásir andstæðinganna styrkja stöðu Framsóknar.
Ætlaði ekki að gera Sigmundi óleik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Fjölmiðlar | Breytt s.d. kl. 08:26 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.