Gríðarlega sterk staða Framsóknarflokksins

Þessi könnun staðfestir hina gríðargóðu stöðu Framsóknarflokksins, sem kom fram í könnun MMR fyrir fáeinum dögum.

Munurinn á milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er ekki alveg jafn mikill og í MMR könnuninni, en Framsóknarflokkurinn þó u.þ.b. 2.5 prósentustigum stærri.

Það sama gildir um aðra flokka, fylgi þeirra er svipað og í MMR könnuninni, Samfylking og Björt framtíð í kringum 12% fylgi og VG í kringum 8%.

Það er fróðlegt að sjá hvernig þær tölur sem birtast um hvernig fylgið færist á milli flokka frá síðustu kosningum.

Þar kemur ekki síst á óvart, hve stór hópur þeirra sem kaus Samfylkinguna í síðustu kosningum, ætlar nú að kjósa Framsóknarflokkinn.

Ég sakna þess að sjá ekki sundurliðun hjá "litlu framboðunum" og ennfremur sakna ég þess að sjá ekki frekari upplýsingar, eftir t.d. aldri, en þær upplýsinngar vantaði sömuleiðis í það sem ég hef séð um MMR könnunina.

Auðvitað er gaman að spá í stjórnarmynstur og ýmsa ráðherralista hef ég séð upp á síðkastið, en það er ef til vill full snemmt að spá um slíkt, áður en kosningabaráttan hefst.

En auðvitað er eðilegast að eina tveggja flokka ríkisstjórnin sé sá kostur sem flestir spá að verði ofan á, auk þess sem sá kostur er líklega sá kostur sem hvað flestum litist best á.

En það er þó engin ástæða til þess að gera of lítið úr möguleikum og tilhneygingu Framsóknarflokksins til þess að vinna til vinstri.

Og eins og sést í þessum skrifum, eru ótvíræð merki um að samstarf við Framsóknarflokkinn væri velséð af "hlutlausum fræðimönnum" á vinstri vængnum.

 


mbl.is Framsókn með 28,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

"En það er þó engin ástæða til þess að gera of lítið úr möguleikum og tilhneygingu Framsóknarflokksins til þess að vinna til vinstri."

þetta er alveg rétt.

http://www.mbl.is/frettir/forsida/2012/02/15/frjalslyndur_vinstri_flokkur/

" Hjarta Framsóknarflokksins er vinstra megin og við höfum upp á síðkastið sýnt, að við erum frjálslyndur vinstri flokkur og viljum vera þar í flóru stjórnmálanna," sagði Höskuldur."

Sleggjan og Hvellurinn, 28.3.2013 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband