Hrun eða erfiðleikar?

Það er vel þekkt að orðalag og hvaða orð eru notuð geta valdið deilum.  Öllum Íslendingum ætti að vera kunnugt um að notkun, eða ekki notkun, orðsins hrun, hefur oft valdið deilum.

Sumir tala um Hrunið, með stórum staf, meðan aðrir hafa talað um bankahrun, eða jafnvel "hið meinta hrun".

Ýmsum hafa verið tamt að nota frasa á við "en manstu ekki að hér varð hrun", sem svör við mörgum mismunandi spurningum.

En nú hafa allir bankar verið lokaðir í 10 daga á Kýpur, ellilífeyrisþegar geta ekki nálgast lífeyrinn sinn, einhverjir bankar hverfa og ströng gjaldmiðilshöft verða sett.  Kýpur þiggur neyðarlán frá Seðlabanka Evrópu, Evrópusambandinu og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.

En hver er þá fyrirsögn Ríkissjónsvarpsins á frétt um Kýpur?

Jú, "Erfiðleikar á Kýpur".

Þannig veljast mismunandi orð.

Vissulega er ekki sama dramatíkin og vafalaust ekki sami þungi í því að nota frasa á borð við "en manstu ekki að hér urðu erfiðleikar?", en .....

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband