Kýpur við Eystrasaltið?

Fyrir Rússneska viðskiptajöfra og sparifjáreigendur sem vilja brú yfir í Evrópusambandið er Lettland ákjósanlegur áfangastaður.

Þessa setningu mátti nýlega finna í blaðagrein sem birtist ef ég hef skilið rétt í Tékknesku vefriti.  Lesendur voru minntir á að 27% íbúa Lettlands eru af Rússneskum uppruna og býður upp á "dýnamíska" bankastarfsemi. Nú þegar eru innstæður erlendra aðila í Lettneskum bönkum í kringum 10 milljarða euroa, en það mun vera u.þ.b. 60% af heildarinnistæðum í landinu. Eftir því sem mér skilst er það svipað hutfall og er í Sviss.

Síðast en ekki síst, stefnir Lettland að upptöku euros þann 1. janúar 2014.

Er eitthvað sem Rússneskur "sparifjáreigandi" getur óskað sér frekar?

Nú er reyndar fullyrt að ýmsir fjármálaframmámenn innan "Sambandsins" hafi varað Lettlendinga við því að taka við því Rússneska fé, sem fyrirséð er að streyma muni frá Kýpur, en aðrir vilja meina að mikið fé hafi ratað einmitt þá leið, undanfarna daga.

En það er ekkert nýtt að bankar þjónusti fé sem er á "leið frá einum stað til annars" og hjálpi aðeins til við að flækja málin og hylja slóðir.  Það er heldur ekki svo að það sé bundið við lönd eða banka sem eru staddir í "jaðarríkjum".  Slíkt gerist á hverjum degi í virðingarverðum bönkum í virðingarverðum löndum, jafnt í miðri Evrópu sem utan hennar.

Og það sem meira er, það er aðeins litið hornauga, ef þeir eru "gripnir", eða þurfa á aðstoð að halda.

 

The Washing Machine is broken


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband