Euro og gjaldmiðilshöft

Ein af þeim mýtum sem "Sambandssinnar" hafa verið duglegir að halda að Íslendingum, er að ef Íslendingar hefðu haft euro, væru ekki gjaldeyrishöft á Íslandi.
 
Nú eru kringumstæður á Kýpur að afsanna þessa fullyrðingu (Sighvatur Björgvinsson, myndi líklega kalla að nú væri verið að taka af Íslendingum "þjarkið".)
 
En það eru í raun mikið meira en gjaldeyrishöft á Kýpur.  Það er búið að frysta allar inneignir í bönkum landsins.  Innistæðueigendum er skömmtuð úttekt upp á 100 euro á dag og talað er um að fljótlega verði Kýpurbúum veitt vikulegir "vasapeningar" af reikningum sínum.  Líklega verður bannað að segja umm bundnum reikningum og hugsanlega skylda að framlengja bindinguna.
 
Bannað verði að fara með fjármuni yfir ákveðnum upphæðum í brott af eyjunni.  Fregnir hafa meira að segja borist af því að leitað sé í farangri einstaklinga sem eru að yfirgefa Kýpur.
 
Lítið er þó vitað hvernig höftin verða útfærð eða hvað lengi höftin muni koma til með að standa. 
 
En það er ekki einfalt mál að koma á höftum innan sama gjaldmiðilssvæðis.  Það krefst mun meiri stýringar en nokkru sinni hefur verið í hinum Íslensku höftum.
 
Hitt er svo annað mál að undanskotsleiðirnar verða líka mun fleiri, þegar um sameiginlega mynt er að ræða.  Enda er alls staðar fullt af flugufregnum um hvernig fjármunir hafi streymt út úr hinum Kýpversku bönkum á meðan þeir hafa verið lokaðir.
 
Þó að Ísland sé ekki Kýpur og Kýpur ekki Ísland, er þó engu síður fróðlegt að bera saman mismundi viðbrögð við krísunum í löndunum tveimur og hvort er og kemur til með að reynast betur.
 
Auðvitað er enn of snemmt að dæma um það.  En fyrsta vísbendingin er hve lengi bankar eru lokaðir á Kýpur.
 
 
 
P.S.  Þessi setning serm er tekin orðrétt úr fréttinni sem þessi færsla er tengd við, hlýtur að koma til greina sem setning ársins.  Hvort hún er í raun ættuð frá Kýpur, eða þýðanda mbl.is, veit ég ekki, en góð er hún.
 
Seðlabankinn segir að ákveðið hafi verið að halda öllum bönkum lokuðum til að tryggja að bankakerfið starfaði eðlilega. 

mbl.is Bankar á Kýpur áfram lokaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband