Lítil reisn yfir því að þiggja höfðinglegt boð Eistlendinga

Eistlendingar eru Íslendingum ævarandi þakklátir.  Það finnst hvar sem Íslendingar fara um Eistland. Það var mikils virði fyrir Eistlendinga að finna fyrir stuðningi og samhug þegar þeir voru að brjótast undan ofurvaldi Sovétsins í annað sinn.

Og auðvitað vilja Eistlendingar þakka fyrir sig.  Það vilja yfirleitt allir og ekki síst stoltar þjóðir.

En ég get ekki gert að því að mér þykir lítil reisn yfir því að Íslendingar þiggi ókeypis húsnæði í Peking frá Eistlendingum um ótiltekið árabil.

Ekki það, að það er vel til fundið að deila húsnæði fyrir sendiráð með Eistlendingum.  Það er sjálfsagt að leita allra leiða til að draga úr rekstrarkostnaði við utanríkisþjónustuna.

En ólíkt væri meiri reisn yfir Íslendingum, ef þeir hefðu einfaldlega samið um að greiða hóflega en sanngjarna leigu.

En Íslendingar ættu ef til að leita eftir aðstoð Eistlendinga á öðrum sviðum.  Það væri fróðlegt fyrir Íslendinga að fræðast um hvernig Eistlendingar hafa haldið á ríkisfjármálum sínum.   Það væri líklega sömuleiðis fróðlegt fyrir Íslendinga að bera saman bækur sínar við Eistlendinga í skólamálum.

Síðast en ekki síst hefði auðvitað verið fróðlegt fyrir Össur Skarðhéðinsson að fá upplýsingar frá Eistlendingum, um hvernig þeir stóðu að því að klára viðræður sínar við Evrópusambandið á tæpum 5 árum.   

Nýjust fréttir frá Íslensku samninganefndinni hljóða upp á að að 5 árum liðnum, sé vonast til að viðræðurnar verði langt komnar.

Það hlýtur að vera eðlilegt að velja því fyrir sér, hvernig ríki eins og Eistland, hrjáð og hálf hrunið af áratuga hersetu Sovéskra kommúnista, á auðveldari og greiðari leið í samningum við Evrópusambandið, en Ísland, sem er búið að vera aðili að EES/EEA samningnum síðan 1994.

Líklegast liggur munurinn í því að í Eistlandi var pólítískur vilji fyrir því að ganga í "Sambandið", en slíkur vilji er ekki til staðar á Íslandi.

Því vilja hvorki Íslensk stjórnvöld, eða Evrópusambandið ljúka aðlögunarviðræðunum við Ísland. 

Evrópusambandið bíður líklega eftir því að sjá hvað kemur út úr alþingiskosningunum nú í vor, hvort hinn pólítíski vilji breytist eitthvað og hvort að aðildarumsókn Íslendinga á sér frekara líf.

 

 


mbl.is Eistar hýsa Íslendinga frítt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband