Skapalón Jeroen Dijsselbloem, bom, bom, bom

Þeir eru býsna marigr sem hafa tekið upp á því að kalla fjármálaráðherra Hollands og formann Eurohópsins, Dijsselboom, eftir ummæli hans um hvernig færi best á að leysa vandræði banka á Eurosvæðinu.  Svo eldfim og kröftug þóttu þau.

En í flesta staði er ég þó þeirrar skoðunar að fagna beri ummælum hans, og jafnvel þó að hann hafi reynt að gera lítið úr þeim og segja að þau hafi verið tekin úr samhengi.

Auðvitað má deila um hvort og hvernig það sé hentugt að láta "sannleikann" koma í ljós.  Fyrirrennari Dijsselbloem sem formaður Eurohópsins, Junckers, var þeirrar skoðunar að þegar ástandið væri alvarlegt, þyrfti að grípa til lyginnar. ("When it becomes serious, you have to lie.")

Spurningin er hins vegar hvort að um raunverulega stefnubreytingu hjá Eurohópnum sé að ræða?

Verða bankar hér eftir látnir axla ábyrgð á stöðu sinni?  Koma skuldabréfaeigendur og eigendur ótryggðra innstæðna (yfir 100.000 euroum) til með að þurfa að bera tap?

Geta skattgreiðendur loksins andað léttar?

Það er auðvitað ekkert hægt að fullyrða um til hvaða ráða verður gripið þegar næsta euroland lendir í alvarlegum vandræðum, en það er þó ljóst að tap sparifjáreigenda er ekki lengur eitthvað sem ekki kemur til greina.

Það er "skapalónið" sem Dijsselbloem segir að geti vel verið notað til lausnar eurorkrísunni, í bland við aðrar lausnir.

Auðvitað verður einstökum löndum "Sambandsins" ennþá frjálst að dæla skattfé í banka, ef þannig staða kemur upp.  En þeim löndum sem einfaldlega hafa ekki bolmagn til slíkra björgunaraðgerða fer fjölgandi.

Það er því möguleiki, að "skapalón" Dijsselloem, varði "skapadægur" Eurosvæðisins í núverandi stærð og mynd.

Nú þegar er eitt eurolandanna komið með, ekki gjaldeyrishöft, heldur gjaldmiðilshöft.  Í raun er varla hægt að segja að Kýpur sé á Eurosvæðinu þessa dagana. Þó er euro lögeyrir landsins.  

Einstaklingur á Kýpur fær ekki að ná í eða nota sína eigin fjármuni, innanlands eða utan. 

Spurningin er hvað gerist næst, hvað verða gjaldmiðilshöft lengi við lýði á Kýpur, hvað gera sparifjáreigendur í löndum eins og Spáni, Portúgal, Ítalíu og jafnvel Frakklandi?

Persónulega, verð ég að segja að baugarnir undir augum miínum myndu líklega stækka og dýpka ef ég ætti verulegt sparifé þar.

 

 


mbl.is Ummæli Dijsselbloem hrista upp í mörkuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband