"Sambandið" mjög ánægt með EES samningin?

Rakst á þess frétt á vef Ríkisútvarpsins. Þar er talað við Lisu Rye, sem er titluð sem Norskur sérfræðingur í Evrópumálum (líklega átt við Evrópusambandsmálum).

Þar segir orðrétt:

Aðild Íslands kynni þó að hafa áhrif á EES-samstarfið að mati Rye. Það hafi komið fram að ESB sé ánægt með EES-samstarfið. Alli sjái að það hafi gengið vel og því hafi verið vel hampað og það sagt mun betur heppnað en svissneska útfærslan með fríverslunarsamningunum. Rye telur að svo lengi sem þýðingarmesti aðilinn í samstarfinu vilji halda því áfram verði fundin lausn á því.

Ég ætla ekki að fullyrða hvort að þessi Norski sérfræðingur hafi rétt fyrir sér eða ekki.

En hitt er ljóst að hennar skoðun sem sett er fram í frétt RUV stangast all verulega við þær fullyrðingar sem ýmsir Íslenskir stjórnmálamenn hafa viðhaft, um EES/EEA samninginn á undanförnum vikum og misserum.

Ætlii einhver muni spyrja Össur út í þetta mál?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband