12.3.2013 | 04:38
Sigur skynseminnar
Það er sterk trú víða um lönd, alla vegna að virðist meðal stjórnmálastéttarinnar, að með því að setja lög megi útrýma ýmsum neyslu vandamálum.
Oftast er það þó svo að það dugar skammt.
Vissulega er óhóflegt gosþamb ekki til fyrirmyndar, en hvort að það réttlæti að banna stór glös held ég að rétt sé að draga í efa.
Ég held t.d. að banna stórar flöskur af áfengi, myndi lítið hafa að segja í að draga úr neyslu þess.
Þegar haft er í huga að hin stóru gosglös eru gjarna framreidd með stórum skömmtum af matvælum og svo hitt að margir veitingastaðir á því markaðsvæði sem um ræðir bjóða fría áfyllingu á gosið, þá hygg ég að flestir geri sér grein fyrir því að áhrifin af lagasetningu sem þessari, yrðu í besta falli takmörkuð.
Þess má einnig geta í þessu sambandi að sé áfengi blandað út í gosdrykkina, náð þau lög sem rætt er um, ekki yfir slík "glös".
En þetta sýnir ef til vill hve langt "velmeinandi" stjórnmálamenn eru reiðubúnir til þess að teygja sig í lagasetningum.
Þetta sýnir ef til vill einnig, hversu hinir sömu "velmeinandi" stjórnmálamenn eru áhrifamiklir og stjórna miklu í "land of the free".
P.S. Spurningin er auðvitað hvort ekki komi að því fljótlega, einvhersstaðar, að offitu verði útrýmt með lagasetningu. Það er að setja að offita verði bönnuð, að viðurlögðum sektum.
Stöðvaði gildistöku laga um gosdrykki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Heilbrigðismál | Breytt s.d. kl. 09:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.