Fyrirsjáanleg niðurstaða - stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar voru taldir

Þessi niðurstaða var að mínu mati ákaflega fyrirsjáanleg.  Ég hygg að flestir hafi talið að þingmenn BF myndu styðja ríkisstjórnina.  Sú varð enda raunin.

Að því leiti má segja að þessi vantrauststilllaga hafi verið óþörf og að nokkru marki sóun á tíma þingsins.  Það er búið að ákveða kosningadag, það er búið að ákveða síðasta þingdag (þó að þar kunni að verða breyting á).

En pólítíkin tekur á sig ýmsar myndir.

Ég hygg að flestir hafi gert sér grein fyrir því fyrir all löngu síðan að tillögur að stjórnarskrá yrðu ekki samþykktar í heild sinni á yfirstandandi þingi.

Það var hinum ýmsu þingmönnum hinsvegar pólítískt hjálplegt að "trúa" því að svo gæti orðið.

Þeir telja sömuleiðis að hið umdeilda stjórnarskráfrumvarp geti orðið þeim pólítísk hjálp í kosningabaráttunni sem er framundan.  Það er reyndar á á nokkuð mismunandi forsendum sem þeir telja að slíkt geti orðið þeim til framdráttar á atkvæðaveiðum.

Sumir vilja ekkert frekar en sýna fram á að allt klúðrið í kringum stjórnarskrárfrumvarpið sé Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki að kenna.  Rétt eins og önnur IceSave,  "bílslsysafrumvörp" og önnur framganga Samfylkingar og Vinstri grænna er stjórnarandstöðunni að kenna í hugum ýmsissa stjórnarþingmanna.

Aðrir vilja ekkert frekar en að sýna fram á að Björt framtíð sé ekkert annað en framlenging af Samfylkingunni, og að þeir kjósendur sem vilja breytingar í vor, verði að kjósa eitthvað annað.  Björt framtíð muni aldrei gera neitt annað en að stilla sér upp við hlið núverandi stjórnarflokka.

Líkast til hefur það tekist, í það minnst að nokkru marki, og þar er vissulega eftir atkvæðum að slægjast, enda atkvæðaflótti frá Samfylkingu og Vinstri grænum, flestum vel kunnur og augljós.

Hvort að það dugi til þess að atkvæðin flytjist yfir á eitthvert af smærri framboðunum á eftir að koma í ljós, en það verður fróðlegt að sjá hvert þessi stjórnarskrá rimma á eftir að hafa einhver sjáanleg áhrif.

P.S.  Það var auðvitað eðlilegt að þingmenn stjórnarandstöðunnar greiddu atkvæði með vantrausti á ríkisstjórnina, hvert sem tilefnið er.  Vantraustsumræður eru fyrst og fremst um hvort að stjórnin eigi að sitja eða fara frá.  Ekki um hvort það sé af þessu málefninu eða öðru.

Eða myndu menn vilja að nú hæfist löng runa vantrauststillaga þar sem talin væru upp hin aðskiljanlegustu málefni?

 


mbl.is „Fá brauðmola af borði Árna Páls“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá.

Annars snýst þetta náttúrlega allt um ESB aðlögun þetta stjórnarskrármál. Mér finnst furðu sæta að Hreyfingin muni það ekki.

Þetta er stæsta aðlögunarmálið og menn vilja það í höfn upp á seinni tíma. Hvenær ætla menn að byrja að ræða það sem slíkt?

http://www.visir.is/stjornarskra-breytt-fyrir-esb-adild/article/200938564492

Jón Steinar Ragnarsson, 12.3.2013 kl. 11:42

2 Smámynd: Sólbjörg

Tek undir Jón Steinar, það er stórfurðulegt að stjórnarandstaðan skuli ekki benda meira á þessa staðreynd, skil alls ekki hverju sætir.

Hef enga trú á að Hreyfinginn hafi svona einlægan áhuga á stjórnarskrá frumvarpinu, þau hafa bara ekkert annað og enga stefnuskrá. Eflaust er eftir einhverju að slægjast persónulega þingsætin núna og til viðbótar þó ekki sé nema vonin um að verða gaukað einhverju góðu síðar eins og huggulegu embætti.

Sólbjörg, 12.3.2013 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband